Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 60
1. mynd. A. Skaftáreldahraun, hjá Lakagígum. Dæmigert þóleiíthraun, sem mestallt er
apalhraun, en á nokkrum stöðum með helluhraunsáferð. B. Skjaldbreiðarhraun, Al-
mannagjá. Dæmigert ólivínþóleiíthraun, beltað helluhraun, byggt upp af mörgum óreglu-
legum lögum. — A. Lakagígar lava of A. D. 1783. Typical tholeiite lava, surface is of
aa-type, but in some places pahoehoe. B. Skjaldbreiður lava flow. Almannagjá. Typical
olivine tholeiite lava, compound lava flow with pahoehoe surface. Mynd/photo: Grétar
Eiríksson.
Á 2. mynd er sýnd smásjárteikning
af Skaftáreldahrauni.
í Skaftáreldahrauni eru ólivíndílar
að jafnaði innan við '/2% rúmmáls,
plagíóklasdílar 3-5% og pýroxendtlar
(ágít) 1-2% rúmmáls. Mjög algengt
er, að dílar séu samvaxnir (glomerof-
yrar). Bergmynstur grunnmassans er
nánast intergranúlar, þ.e. á milli plagi-
óklaskristallanna liggja mörg pýrox-
enkorn.
íslenskt þóleiít er all breytilegt, en
helstu almenn einkenni, önnur en þau
er áður getur, eru sem hér segir. Þólei-
ít er oftast dílótt og eru plagíóklas- og
ágítdílar algengastir, en ólivíndílar
sjaldgæfari. Magnetítdílar eru nokkuð
algengir, en sjást nær aldrei með ber-
54