Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 61
um augum. Efnafræðilega séð eru ein-
kenni þóleiíts m.a. þau, að MgO-hlut-
fall er á milli 4-8,5% (af þyngd), sé
MgO hærra (8,5-15%) er um ólivín-
þóleiít að ræða, en sé það lægra (ná-
lægt 3—4%) er um basaltískt íslandít
að ræða. Hlutfall ólivíns er minna en
8% rúmmáls í þóleiíti, — og er þá
ólivín í grunnmassa talið með. I sumu
þóleiíti er ekkert ólivín, en í stað þess
kvarts, sé bergið fullkristallað. Það er
einkenni á þóleiíti, að málmkorn
grunnmassans (magnetít og ilmenít)
vaxa á undan eða nær jafnhliða hinum
steintegundunum, málmkornin mynda
því kristalla með eðlilegum flötum
(eru euhedral).
Það sem hér hefur verið sagt um ytri
einkenni þóleiíts á við ferskt berg, frá
nútíma. Þess ber að geta að hér á landi
hefur tíðkast flokkun á kvarteru og
tertíeru gosbergi sem byggir á ytra út-
liti og ásýnd brotflata, en þetta berg er
nær alltaf ummyndað. Walker (1959)
beitti þessari flokkun fyrstur manna
hér á landi, og hefur hún síðan komið
að góðum notum við kortagerð þegar
ákvarða skai tegund ummyndaðs
bergs á staðnum. Ágúst Guðmunds-
son o.fl. (1982) hafa birt yfirlit helstu
55