Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 68

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 68
hafi verið við eyna, þegar hún varð til eins og þar er í dag. Ýmsir hafa haldið því fram að sjávarsetbrotin í Núpum í Höfða- brekkuheiði og Skammadalskömbum bentu til þess að berg það væri mynd- að við neðansjávargos. Því er ég al- gjörlega ósammála. Ég tel bergið á báðum stöðum orðið til við gos undir jökli. SJÁVARSTAÐA í LOK ÍSALDAR Fyrst eftir að suðurhluti Mýrdals- fjallanna myndaðist ásamt Drangshlíð- arfjalli virðist liggja beinast við að ganga út frá því að ströndin hafi verið all vogskorin og sjór verið þar sem nú er sléttlendi. Hafið hafi því allsstaðar skolað rætur fjallanna, enda bera þau mörg glögg merki þess með lóðréttum hamraflugum þar sem að hafinu veit. Gleggstu dæmin eru þverhnípi í Hjör- Ieifshöfða, hamrabeltin frá Múlakvísl að kauptúninu Vík og Reynisfjall að sunnanverðu, — þ. e. hlíðin frá Hvammsgili vestur að Skagnesi. Frá Deildará vestur að Skammadalskömb- um hefur sjórinn verið búinn að grafa svo undan brúninni, að fylla sem er um hálfur ferkílómetri hefur brotnað í heilu lagi sunnan af fjallinu og rís nú að hálfu upp á rönd. Bæði er, að vel sést til tveggja sprungna í fyllunni að austan og annað sönnunargagn er halli berglaganna í fyllunni. Þetta er sem sagt sú strandmynd sem virðist vera eftir, þegar eldvirknin lauk myndun strandfjallanna á syðsta hluta landsins og hafsjóirnir búnir að breyta svipmóti þeirra úr ávölum gjóskuhaugum í svip- mikil hamraþil með gjögrum hið neðra. Þetta var einnig áður en setlög mynduð af skriðjöklum, jökulfljótum og í jökulhlaupum hækkuðu landið við rætur þeirra. Vafalaust hafa þessi set- lög hulið marga tilkomumikla berg- skvompuna sem brimið hefur verið búið að skapa. Þá skulum við hverfa til þess tíma er jökulskjöldur síðasta jökulskeiðs hinn- ar kvarteru ísaldar var tekinn að eyðast, en áður en undirlendi Suður- lands, vestan Eyjafjalla og austan Skaftártungu, hafði náð flotjafnvægi. Þá lá sjór enn yfir mestum hluta þess svæðis sem nú eru blómlegustu landbúnaðarhéruð Árnes- og Rangár- vallasýslna og sjór skolaði hlíðar Síðu- fjalla. Við skulum byrja við Holtsós og halda nú til austurs, öfugt við það sem áður var gert. Á leirunni við Holtsós skammt vestan við bæinn Varmahlíð er klettadrangur (að líkindum úr ankaramíti) nokkuð lábarinn, en vart meira en það væri að mestu eftir sjávarrót í ósnum. Ekki eru ýkja mörg ár síðan drangur þessi stóð úti í ósn- um, því þarna hefur ósinn fyllst mikið upp á seinni árum. Á kafla austur af drangnum er nokkur bakki ofan við fjöruna meðfram ósnum, en enga lábarða möl er þar að sjá. Skammt austar er Steinahellir og þar virðist sjór hafa sett svip á bergið og er það ekki með ólíkindum, enda hefur sjór líklega lengi legið þar að bergi áður en rifið myndaðist, sem nú skilur ósinn frá hafinu. Þegar kemur austur fyrir Steinafjall, falla þrjár ár úr gljúfrum áður en kemur að Hrútafelli, en ekki eru þar neinsstaðar greinilegir malar- hjallar, sem bent gætu á mikið hærri sjávarstöðu í ísaldarlokin heldur en nú er. Þá eru það Hrútafell og Drangshlíð- arfjall ásamt drangnum. Þarna hefur hafaldan sorfið og sýnilega rofið mikið sunnan úr fjallinu, enda hefur trúlega sjór fallið þarna að bergi um árþús- unda raðir. Samkvæmt saltúrfelling- 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.