Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 71

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 71
sjávarstaða verið að hækka á því svæði sem ég hef hér tekið til umfjöllunar, a. m. k. ef miðað er við gróðurlendið. Við Holtsós hef ég rekist á það að gróðurjarðvegur nær eitthvað niður fyrir lægsta fjöruborð við ósinn, og kunnugur maður á þeim slóðum full- yrðir að hann nái neðar en lægstu fjörumörk sjávar. Nokkuð austur með ströndinni er hið fræga býli Stóraborg. Langt er síðan að bærinn var fluttur lengra upp til landsins en hann stóð áður, og var talið að flutningur bæjar- ins stafaði af ágangi sjávar. Fyrir nokkrum árum var sjór tekinn að brjóta þar hinar gömlu húsarústir og fornan kirkjugarð, án þess að hár sjávarbakki myndaðist. Sný ég mér þá að Dyrhólaósi, því að þar er ég kunnugri og hef gert all- víðtækar athuganir á breytingum á sjávarstöðu þar og í næsta nágrenni. Gömul munnmæli í Mýrdal herma, að framan af öldum hafi ósinn ekki verið til. Deildará og annað vatn, sem nú rennur vestan til í ósinn, hafi þá runn- ið í einu lagi suðaustur að Eyjarhalan- um en gróið starlendi verið sitt hvoru megin við álinn. Þá er það mjög gam- alt ítak að Dyrhólahverfið hafi lamba- upprekstur í svonefndar Koltungur, sem eru hluti af afréttarlandi Kerling- ardals. Móti því átti að koma að bænd- ur í Kerlingardal fengju reiðingsskurð í Reiðingsflóði norðan við Hildar- drang, sem stendur upp úr sandinum vestur af Dyrhólaey. Þarna hefur á síðustu öldum verið svartur sandur frá bjarginu í Dyrhólaey og norður í ós. Þótt allgömul rit geti um þessi ítök, hefur lengi lítill trúnaður verið á það lagður. Suðvestur af bænum Reynis- holti í Reynishverfi er allmikil hæð við ósinn, sem ósinn er þó alltaf að rjúfa úr. Þetta heitir Sauðagarður og er hermt, að þarna hafi eitt sinn staðið bær og jörðin verið 12 hundraða jörð, en ósinn sé búinn að eyða þar öllu slægjulandi. Ekki hefur mér tekist að finna jarðar þessarar getið í máldögum og ekki finnst mér að mannvistarleifar þær, sem þarna eru í jarðvegssárinu, sem ósinn er að brjóta, líkist því að þar sé um bæjarrústir að ræða. Hvað sem því líður hefur ósinn ým- ist brotið eða sandorpið geysi mikið af slægjulandi, þótt ekki sé tekið lengra tímabil en frá því um miðja síðustu öld. Við austurhluta óssins er land allt- af að brjóta, því þar hafa víða myndast allháir bakkar, sem vatnið rýfur jafnan ef útfallið lokast og vatna fer upp und- ir bakkana. En á síðari árum hefur vesturósinn minnkað og grynnst. Mun eiga þátt í því framburður úr tugum kílómetra af vélgröfnum framræslu- skurðum. Fyrsta marktæk könnun, sem ég veit um, á því hvort um landsig við Dyr- hólaós sé að ræða, var gerð af Jóni Jónssyni jarðfræðingi fyrir allmörgum árum, er hann boraði ofan í botn óss- ins, vestur af svonefndum Hellna- skaga. Þar virtist honum að gróður- jarðvegurinn næði a. m. k. 10-12 m niður fyrir lægstu fjörumörk. Þetta er eina borunin sem ég veit til að gerð hafi verið við ósinn austanverðan. Þegar við dr. Sigurður Þórarinsson hófum samstarf á könnun á grófu vik- urlagi, sem við nefndum Sólheimalag (í tilefni þess að við tengdum það fljót- lega myndun Sólheimasands) í jarð- vegi í Mýrdal kom það í minn hlut að mæla jarðvegssnið hér í mýrum Mið- Mýrdalsins. Það mun hafa verið sum- arið 1970, sem ég hóf þær mælingar. Þess má geta að þetta umgetna gjósku- lag reyndist hafa orðið til í stórgosi í Mýrdalsjökli um 1357 (Einar H. Ein- arsson o. fl. 1980). Þegar ég byrjaði á þessu viðfangsefni var orðið mjög aðgengilegt að kanna jarðvegssnið á þessu svæði, því þá var búið að grafa 65 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.