Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 80
þessu verkefni. Hentugt samheiti er
vandfundið fyrir allar tegundir sem í
hlut eiga. Það stafar af ólíku hátterni
þeirra. Það eru einkum þrjú atriði sem
verður að athuga í þessu sambandi: (1)
hversu algengar tegundirnar eru hér á
landi, (2) á hvaða árstíma þær sjást og
(3) hvort þær hafi einhvern tímann
orpið hér. Mörgum er tamt að nota
heitin flækingsfuglareða flæking-
ar, en þessi hugtök henta þó í raun
aðeins einum tegundahópanna, sem
að vísu er langstærstur. Til þess hóps
teljast tegundir sem slæðast hingað
fyrir slysni, oft í kjölfar vissra veður-
skilyrða. Þessir fuglar eru gjarnan
nefndir öðrum nöfnum, s. s. farand-
fuglar, flökkufuglar eða hraknings-
fuglar.
Annan flokk skipa fuglar sem koma
hingað á haustin en hverfa til heim-
kynna sinna að vori, að því að talið er,
þ. e. svonefndir vetrargestir. Skil á
milli vetrargesta og flækingsfugla eru
oft óljós. Vetrargestum á íslandi má
skipta í tvo hópa. Annar þeirra telur
fugla, sem verpa ekki hér að öllu
jöfnu, en til hans eru venjulega taldar
færri en 10 tegundir. Sem dæmi má
nefna fjöruspóa (Numenius arquata),
gráhegra (Ardea cinerea) og svartþröst
(Turdus merula). í hinn hópinn falla
tegundir sem eru varpfuglar hér á
landi og vekja komur þessara vetrar-
gesta því ekki eins mikla athygli. Sem
dæmi um vetrargesti frá norðlægum
slóðum má nefna hávellur (Clangula
hyemalis), auðnutittlinga (Acanthis
flammea), hvítmáfa (Larus hyperbore-
us) oghaftyrðla (Allealle). Síðasttalda
tegundin er mun algengari við ísland
að vetrarlagi en sem varpfugl. Þá
koma starar (Sturnus vulgaris) og
skógarþrestir (Turdus iliacus) frá Evr-
ópu og dvelja hér. Fuglar í fyrri hópn-
um munu fá umfjöllun, en ekki þó
bjartmáfur (Larus glaucoides) enda
mjög algengur hér sem vetrargestur.
Ekki verður fjallað um vetrargestina
sem eru í seinni hópnum.
í þriðja flokknum eru fuglar sem
fara um landið reglulega vor og haust,
á Ieið til og frá varpstöðvunum. Þetta
eru svokallaðir fargestir sem einnig
eru nefndir umferðarfuglar eða um-
ferðarfarfuglar. Sumar þessara teg-
unda eru mun algengari á íslandi vor
og haust en margar íslensku varpteg-
undirnar. Sem dæmi um fargesti má
nefna blesgæs (Anser albifrons), mar-
gæs (Branta bernicla), sanderlu (Cali-
dris alba) og rauðbrysting (C. canut-
us). Fargestum verður öllum sleppt,
nema helsingja (Branta leucopsis), en
hann hóf að verpa hér á Iandi á síðari
árum.
Oft er erfitt að gera greinarmun á
fargestum og flækingsfuglum. Fjall-
kjói (Stercorarius longicaudus) og ís-
kjói (S. pomarinus) eru oft taldir til
flækingsfugla, en líklegra er, að þeir
fari hér um reglulega, þó sjaldgæfir
séu, og þá teljast þeir frekar fargestir.
I hóp fargesta falla einnig ýmsar
tegundir sem líka eru varpfuglar á ís-
landi. Sem dæmi má nefna sendling
(Calidris maritima), steindepil (Oen-
anthe oenanthe) og snjótittling (Plect-
rophenax nivalis). Þessir fuglar fara
um Iandið á ferð sinni milli varpstöðv-
anna og vetrarheimkynna. Þeim verð-
ur sleppt.
Nokkrar fuglategundir koma hingað
til lands á sumrin og standa komur
þeirra í sambandi við árlegt flakk
þeirra utan varptíma. Þessa fugla má
kalla sumargesti og fylla þeir fjórða
flokkinn. Gráskrofa (Puffinus griseus)
og hettuskrofa (P. gravis) falla í þenn-
an flokk, en þær verpa á suðurhveli
jarðar og dveljast á norðurhvelinu
meðan vetur er á suðurslóðum.
Eins og áður er getið, hafa um 15
fuglategundir orpið á íslandi en verpa
74