Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 91

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 91
FRÆÐSLUFERÐIR Sumarið 1982 voru að venju farnar fjór- ar fræðsluferðir til náttúruskoðunar, þrjár eins dags ferðir og ein þriggja daga ferð. Þátttakendur í ferðunum urðu alls 194. Ferðirnar voru þessar: 1. Sunnudag 4. júlí var farin steinaferð í Hvalfjörð, og skoðaðir nokkrir staðir auð- ugir að holufyllingum. Þátttakendur voru 54 og náttúrlega fór ekki hjá því að margt fyndist eigulegra steina. Leiðbeinendur voru þeir Axel Kaaber og Kristján Sæm- undsson. 2. Föstudag 23. -25. júlí var langa ferð- in farin, að þessu sinni vestur s. k. línuveg Landsvirkjunar. Lagt var upp í húðarrign- ingu og vegna óvissu um ástand vegarins og ánna austan Hvítár var þeinr áfanga sleppt en ekið beint að skála FÍ nærri Hagavatni og tjaldað til tveggja nátta. Dag- inn eftir var gengið að Hagavatni og inn með því og skoðaðir langskurðir af mó- bergsfjöllum, fornar jökulöldur og lóna- myndanir auk ummerkja um síðasta fram- skrið Hagafellsjökuls eystri. Nokkrir gengu á Stóru-Jarlhettu. Veður var dáindisgott þennan dag og hélst svo fram yfir miðjan dag þess 25., en þann dag var farið heim vestur eftir línuveginum og komið á þjóðveg neðan við Dragháls. Þoka byrgði allt útsýni á kaflanum norðan við Hlöðufell og Skjaldbreið, en aftur fór að létta til er komið var vestur á Uxa- hryggi. Alls tóku 60 manns þátt í ferðinni. Aðalleiðsögumaður var Kristján Sæm- undsson, og honum til trausts og halds Leifur A. Símonarson. 3. Sunnudag 22. ágúst var farin fjöru- ferð í Herdísarvík í fegursta veðri og skoðað lífríki fjörunnar. Þátttakendur í þeirri ferð voru 30. Leiðbeinendur voru Karl Gunnarsson og Erlingur Hauksson. 4. Sunnudag 5. september var farin jarð- fræðiferð austur í Rangárvallasýslu til að skoða jarðskjálftasprungur. Var byrjað við Selsund og síðan haldið vestur í Land- sveit. Leiðsögumaður var Páll Einarsson og þátttakendur í ferðinni 50. Ber að þakka öllum sem aðstoðuðu stjórnina við skipulagningu og framkvæmd ferðanna. Bílar voru sem fyrr fengnir hjá Guðmundi Jónassyni. ÚTGÁFUSTARFSEMI Af tímariti félagsins Náttúrufræðingnum komu út 2 hefti á árinu alls 144 bls. Þetta voru 1-2 hefti og 3 hefti 51. árgangs. Má segja að lítið hafi farið fyrir þeim ásetningi félagsstjórnar að ná upp árinu sem útgáfa Náttúrufræðingsins er á eftir tímanum. Nokkurt áhyggjuefni er það ritstjórn tíma- ritsins hversu treglega gengur að heimta inn efni. Má það raunar teljast undrunar- efni miðað við allan þann fjölda náttúru- fræðinga sem hér starfa ef borið er saman við það sem áður var. FJÁRHAGUR Reikningar félagsins sýna góðan fjárhag fyrir síðasta reikningsár, kannske um of góðan því að árgjöld síðasta árs voru við það miðuð að saxa á seinkun Náttúrufræð- ingsins, en þar fór á annan veg en til var stofnað. FLÓRA ÍSLANDS Undirbúningi 4. útgáfu Flóru hefur ver- ið haldið áfram síðastliðið ár. Unnið hefur verið að endurskoðun tegundalýsinga, endurskoðun ákvarðanalykla og voru nokkrir þeirra reyndir úti í náttúrunni. Ennfremur var haldið áfram að afla ná- kvæmra upplýsinga um útbreiðslu teg- unda, ekki síst þeirra sem taldar eru al- gengar. Þessu verður haldið áfram með svipuðum hætti næsta sumar og næsta vet- ur, en þá ætti að vera farið að styttast í, að hægt verði að byrja að setja bókina. 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.