Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 17
4. mynd. Samanburður á rúmmáli Þjórsár- hraunsins og annarra stærstu hrauna og vik- urgeira á Islandi. Búrfellshraunið sem um er að ræða er Búrfellshraun á Landmanna- afrétti. Vafalítið eru til hraun hér á landi sem eru stærri en það, en afar fáar góðar rúmmálsmælingar eru til á íslenskum hraunum. - Comparative sizes ofthe biggest lavaflows and tephra layers in Iceland. The■ Búrfell lava is the second largest one in the Veiðivötn volcanic system. Several lava flows not seen in the graph, have a volume between 9 and 6 km3. H3 and H4 are the two most voluminous Hekla tephra layers (in dense rock equivalents). Heimildir um stasrðirIReferences: Þjórsárhraun: Árni Hjartarson 1985. Skjaldbreiður: Guðmundur Kjartansson 1966 a. Trölladyngja: Þorleifur Einarsson 1968. Skaftáreldahraun: Þorleifur Einarsson o. fl. 1984. Eldgjá: Guðrún Larsen 1979. Búrfellshraun: Guðrún Larsen & Elsa G. Vilmund- ardóttir 1986. H3: Guðrún Larsen & Sigurður Þórarinsson 1977 (súr gosaska umreiknuð í fast berg). H4: Guðrún Larsen & Sigurður Þórarinsson 1977 (súr gosaska umreiknuð í fast berg). inu hættulegir keppinautar hvað varðar gosefnaframleiðslu. Árið 1815 gaus eld- fjallið Tambora í Indónesíu mesta stór- gosi sem sögur fara af og þeytti þá upp úr sér meira en 150 km3 af gosösku. Hér verður þó að geta þess að líklega má deila í rúmtak öskunnar með 2 eða 3 til að fá út samsvarandi magn hraunkviku. Fyrir 75.000 árum spjó annað Indónes- ískt fjall, Toba, úr sér 1000 km3 af súrri ösku. í þeim gosmekki hverfa hin for- sögulegu stórgos í Heklu í skuggann, og Þjórsárhraunið sýnist smátt. GERÐ HRAUNSINS Þjórsárhraunið er dæmigert sprungu- hraun. Hraunið hefur víðast runnið fram í einum samfelldum straumi. Ekki verð- ur vart við beltaskiptingu í því nema á stöku stað út til jaðranna. Athyglisvert er hvernig það virðist smeygja sér inn í hvern krók og kima þar sem það hefur flætt fram. Þrátt fyrir umtalsverða þykkt virðist það hafa verið tiltölulega þunn- fljótandi. Hin ótrúlega víðlenda og slétt- lenda hrauntunga sem breitt hefur úr sér í Flóanum sýnir þetta best. Eftir að hafa 11

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.