Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 18

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 18
runnið 100 km frá gosstöðvunum breiðir hraunið úr sér og þekur þar 270 km2 af marflötu láglendi. Eldvirknin við gos- stöðvarnar virðist því hafa verið ærið ofsafengin. Megin hraunrennslið virðist hafa orðið á tiltölulega skömmum tíma og það hraunmagn sem streymt hefur úr iðrum jarðar hefur vafalítið numið hundruðum og jafnvel þúsundum rúm- metra á sekúndu þegar mest gekk á. Ef reiknað er með að gosið hafi staðið í eitt ár hefur meðalhraunframleiðslan verið 666 m3/sek. Ekkert öskulag er þekkt frá gosinu. Eins og algengt er um hraun er hvorki hægt að flokka Þjórsárhraunið til hellu- né apalhrauns. Sléttir helluhraunsflákar og úfið apalhraun skiptast á. Töluvert er um gervigíga í því, einkum í Flóanum. Árnar sem streyma fram með jöðrum þess, renna víðast hvar að hálfu eða öllu leyti á hrauninu en hafa ekki skorið sig niður milli hrauns og hlíða eins og al- gengast er undir álíka kringumstæðum. Jaðrar þess virðast því aldrei hafa verið háir. Bergtegund hraunsins er þóleiít en það er eitt algengasta basaltafbrigði á íslandi. Hraunið er grátt á lit með hvít- leitum dflum. Þetta eru feldspatkristallar sem hafa verið byrjaðir að kristallast í bergkvikunni áður en hún kom úr iðrum jarðar. Einnig má sjá smærri ljósgræna ólivinkristalla í samfloti með feldspat- inu. Dflamagnið er víðast 4-5% af rúm- máli hraunsins, á einstaka stað kemur fram breytileiki í dflaþéttleikanum. í borkjörnum úr holunum NK-1 og NK-2 við Skarðsfjall sést að belti með þéttum feldspatdílum koma fyrir um miðbik hraunsins (5. mynd). Annarsstaðar t.d. í borholu við Árhraun á Skeiðum verður þessarar beltaskiptingar ekki vart. Óliv- indílarnir hafa heldur ekki jafna dreif- ingu. Þeir eru mun algengari í hinum þéttdflóttu beltum hraunsins en annars- staðar. Athyglisvert er, að þeir virðast hvað þéttastir neðst í þéttdílóttu beltun- um, líkt og þeir hafi sokkið og sest til meðan hraunið var enn bráðið. Það er erfitt að skýra þessa sérkenni- legu dfladreifingu. Þó má hugsa sér að mismunandi dflamagn hafi verið í hraun- straumum frá einstökum gígum í gíga- röðinni, sem Þjórsárhraunið kom frá. ALDUR HRAUNSINS Aðeins á tveimur stöðum hafa gróður- leifar fundist undir hrauninu, þ.e. á hin- um kunna stað við Þjórsárbrú (Guð- mundur Kjartansson 1964 og 1966 b), en síðan fann Hlöðver Bergmundsson jarð- fræðingur kolaðar jurtaleifar undir því, í Árnesi neðan við Búðafoss sumarið 1983. Þetta voru grannir kvistir af víði, hrís eða smávöxnu birki. Tvær aldurs- greiningar eru til frá gamalli tíð af gróð- urleifum undan Þjórsárbrú og nú hefur verið gerð ný aldursgreining á kvistunum úr Árnesi (Tafla 3). Þessum aldursgreiningum ber mjög vel saman. Ekkert er eðlilegra en aldur Tafla 3. Kolefnis aldursgreiningar á Þjórsárhrauni. - Radiocarbon age determinations. Staður Locality C-14 aldur C-14 age Sýni Sample Nr. aldursgreiningar Sample lab. no. Ár Year Þjórsárbrú 8065 ±400 Mórlpeat W 482 1956l) Þjórsárbrú 8170±300 Mór/peat W 913 19602) Búði, Árnes 7800± 60 Kvísúrlcharcoal Lu 2601 19863) ** Guðmundur Kjartansson 1964 2) Guðmundur Kjartansson 1966 3> Árni Hjartarson, áður óbirt greining 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.