Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 33
Helgi Hallgrímsson:
/
Nýr kúlusveppur á Islandi
(íslenskir belgsveppir VI)
INNGANGUR
Áður hefur verið fjallað um ís-
lenska kúlusveppi eða eldsveppi
(Bovista) í grein í Náttúrufræðingnum
(Helgi Hallgrímsson, 1963). Þar er út-
liti og gerð þessa sveppaflokks lýst og
getið eldri heimilda um þá. Þrjár teg-
undir eru þar taldar innlendar, Bov-
ista nigrescens (sortukúla eða kerling-
areldur), B. plumbea (blýkúla eða
blýeldur) og B. tomentosa (melkúla
eða meleldur), og var sú síðastnefnda
ný fyrir landið.
Þegar greinin var rituð var þó raun-
ar fjórða Bovista-tegundin komin í
leitirnar, B. cretacea (fundin af höf.
1961), en ekki hafði tekist að greina
hana með vissu, og var henni því
sleppt. Um hana ritaði svo Mikael
Jeppson í Náttúrufræðingnum 1979.
Arið 1984 fannst svo fimmta teg-
undin af þessari ættkvísl hér á landi,
Bovista limosa Rostrup (1. mynd),
sem einnig hefur gengið undir nafninu
Bovista echinella Pat. (eða Bovistella
echinella (Pat.) Lloyd.), og er minnst
á hana undir því nafni í grein minni
1963, þar sem líklegt var talið að hún
fyndist hér. Hún er minnst allra kúlu-
sveppa (Bovista), og mætti því gjaman
nefna hana dvergkúlu á íslensku. Hér
fer á eftir lýsing tegundarinnar, gerð að
mestu eftir hinum íslensku eintökum.
LÝSING
Aldin B. limosa er kúlulaga eða dá-
lítið flatvaxið, 'á-í cm í þvermál, sitj-
andi á undirlaginu og losnar ekki upp
við þroskann. Útbyrðan (ytra lagið)
hvít eða gráleit í fyrstu, þunn, mött
eða dálítið mélug, hjaðnar við þrosk-
ann og myndar ljósgráa dfla eða smá-
vörtur (jafnvel með broddi) á inn-
byrðunni, sem er brún eða rauðbrún
þegar sveppurinn er fullþroska, þunn
og pappírskennd, smáhrufótt, mött
eða dálítið glansandi. Aldinið opnast
með miðstæðum, oftast kringlóttum
eða dálítið aflöngum munna, sem er
1-3 mm í þvermál, oftast dálítið upp-
hvelfdur og kringdur af smádæld, oft
með nokkuð reglulegum, 4-6 munn-
flipum er vísa upp og minna á tennur
á mosabauk (peristom).
Fullþroska gyrja (gleba) er dökk-
brún og fyllir kúluna. Kapilluþræðir
dökk- eða rauðbrúnir, með allþéttum
þverveggjum (gerviveggjum), lítt
gegnsæir í smásjá og lítið greindir;
greinar oftast lítið mjórri en aðalstofn-
arnir, sem eru 5-10 p á þykkt, en fara
smámjókkandi til endans, sem er
langur og litlaus brctddur (2. mynd).
Gróin eru kúlulaga, eða því sem næst,
4-5 p í þvermál, gulbrún-brún, með
fíngerðum vörtum, sem sjást aðeins
við mikla stækkun, oftast með fremur
Náttúrufræöingurinn 58 (1), bls. 27-30, 1988
27