Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 38
50 mm 1 2. mynd. Vatnamýs úr Hádegisvatni í Bitrufirði. Kúlurnar eru á mismunandi myndunar- stigum, sú til vinstri aflöng og væntanlega yngst. - False lake balls from Lake Hádegisvatn, NW Iceland, presumably of different age, since differing in form and firmness. (Ljósm./ photo Erling Ólafsson). Pambárvalla í Bitrufirði, Strand. 12. september 1969. Alls fundust níu kúlur saman á vatnsbotninum við bakkann. Stærð þeirra er: 59 x 54 x 27 mm, 58 x 54 x 22,58 x 49 x 23, um 56 x 30 x 17, 44 x 36 X 34, 42 x 37 x 32, 35 x 26 x 23, um 32 x 27 x 16 og 29 x 26 x 14 mm. Stærðarmælingarnar voru gerðar í október 1986. Þeim er aðeins ætlað að gefa nokkra hugmynd um stærð vatna- músanna, sem sumar höfðu aflagast lít- ið eitt við geymslu. Bergþór Jóhannsson, mosafræðing- ur, greindi þær tegundir mosa, sem vatnamýsnar eru myndaðar úr. Þó er tekið fram, að þær voru ekki skornar í sundur til að kanna hvað væri innan í. Þar gætu því verið um fleiri tegundir mosa að ræða, eða önnur myndunar- efni. Kúlurnar frá Holtavörðuvatni eru myndaðar úr mosa af tegundunum Drepanocladus aduncus (Hedw.) Warnst. og D. revolvens (Sw.) Warnst., en Bryum pseudotriquetrum (Hedw.) Gaertn. & al., Pohlia wahlen- bergii (Web. & Mohr) Andr. og Meesia uliginosa Hedw. eru einnig til staðar. Vatnamýsnar úr Hádegisvatni eru einkum úr mosanum Drepanocladus exannulatus (B., S. & G.) Warnst. en einnig Calliergon sarmentosum (Wah- lenb.) Kindb. og Racomitrium fascicul- are (Hedw.) Brid. Allar þessar tegund- ir, nema sú síðastnefnda, finnast þar sem er rekja, og gætu því hafa vaxið á vatnsbökkunum (Bergþór Jóhanns- son, munnl. uppl.). Vatnamýsnar hafa væntanlega myndast á þann hátt, að mosaflyksur féllu í vatn og veltust um á botninum eða upp við bakkana vegna strauma og ölduhreyfinga en við það orðið ávalar. 32

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.