Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 57
bókinni, þar af eru 18 teiknaðar af Eggert Péturssyni, tvær af Gunnari H. Ingimund- arsyni og ein af þeim báðum. Efnið í myndirnar er sótt til ýmissa höfunda, þó er helmingur myndanna byggður á hug- myndum Ara Trausta, sem einnig hlýtur að teljast ábyrgur fyrir faglegri ráðgjöf um útfærslu á innihaldi hinna myndanna. Um handbragð Eggerts kann ég ekki vel að dæma, en mér virðist það vera þokkalegt. I einu tilviki hefur láðst að ljúka mynd- inni. Þetta á við mynd á bls. 119, en þar vantar pennateikninguna, sem er í sniðinu sjálfu, inn á útskýringarfletina. Litir myndanna leyfa þó að lesið sé úr henni, svo þetta er ekki alvarleg yfirsjón. Hlutur Gunnars í skýringarmyndunum er gerð einfaldra pennateikninga, sem hann hefur leyst vel af hendi. Þessum myndum er það sameiginlegt, að þeim er ætlað að útskýra ýmis jarð- fræðileg fyrirbæri og ferli, sem erfitt er að gefa glögga mynd af með orðum einum. Það verður ekki sagt hið sama um þessar myndir og kortin, að vel hafi tekist til. Það eru alvarlegir vankantar á um það bil helmingi skýringarmyndanna. Vankatnar þessir hafa það í för með sér að myndirnar gefa ranga mynd, falska og ófullnægjandi. Þær standa því illa undir nafni sem skýr- ingarmyndir. Tökum nokkur dæmi: Á bls. 14 er mynd, SV-NA snið gegnum Island eftir gosbeltunum, sem sýna ástandið í möttli jarðar undir landinu og samband kvikumyndandi svæða í möttlinum og eldvirkninnar á yfirborði. Lagskiptingin í myndinni er illa útskýrð. Hvað tákna mis- munandi litir og línur? Ef lesa á út úr þessari mynd, t.d. hvernig stendur á eld- virkni í Vestmannaeyjum, verður ekki annað séð en að þar undir sé kvikuhólf, líklega í möttli, sem er fullt af kviku og ótengt öðrum hlutum möttuls eða skorpu. í þessu hólfi verður kvikan því til úr þeim efnum, sem þar eru til staðar. Þessi kvika berst síðan til yfirborðs í gosum. Hvernig þetta kvikuhólf endurnýjast verður ekki lesið út úr myndinni. Myndin gefur ranga hugmynd, sýnir ekki það sem henni er ætl- að. Hún gefur í hæsta lagi í skyn, en það eiga skýringarmyndir alls ekki að gera. Á bls. 21 er þrívíddarmynd, sem á að sýna ástandið í jarðskorpunni undir „miðbiki eldstöðvakerfis" og samband þess sem þar er að finna við yfirborð jarðar og þau fyr- irbæri sem þar eru. Sama gildir hér og í fyrri myndinni. Litirnir eru ekki nægilega vel útskýrðir. Hvað t.d. táknar grái litur- inn umhverfis þann bleika í jarðskorp- unni? Myndin gefur í skyn en segir ekki. Almennt eru talin vera tengsl á milli myndunar askja í megineldstöðvum og þróunar kvikuhólfa undir eldstöðvunum. Hér er kvikuhólf teiknað utan við og til hliðar við öskjuna í eldstöðinni. Ef þetta er vísvitandi gert, er hér um að ræða nýja túlkun í jarðfræði svona eldstöðva og slík nýjung ætti auðvitað að vera vandlega rædd í textanum, en svo er ekki í þessu tilviki. Þetta hlýtur því að vera galli í gerð myndarinnar. Á bls. 34 er önnur þrívídd- armynd, sem sýnir kvikukerfið undir Kröflu og samband þess við yfirborð. Á yfirborði myndarinnar liggur gossprungan sjálf í frambrún myndarinnar. Þegar kem- ur niður á dýpi hefur hins vegar gos- sprungan horfið af framhliðinni, en þar er komið eitt kvikuhólf, þrjú innskot og flók- ið kerfi örva, sem sýna eiga hvernig kvik- an flyst milli staða. Á norðurvegg myndar- innar liggur gossprungan töluvert inni í fletinum og er það ótengd undirliggjandi kvikulagi. Það er augljóst af þessari mynd, að kunnáttu í gerð þrívíðra mynda er eitt- hvað áfátt í þeirri smiðju, sem þessa fram- leiddi. Ferðaleiðir kvikunnar eru hér ákaf- lega margræðar, jafnvel svo flóknar að leiðirnar skerast. Svona flókin mynd stendur varla undir nafninu útskýring. Á bls. 78 er enn ein þrívíddarmynd. Þessi á að útskýra eldgos á Veiðivatnasvæðinu. Kvikuhlaup úr norðaustri kemur eftir sprungu í jarðskorpunni og veldur eldgosi í Veiðivötnum, þar sem gýs basaltkviku. Kvikuhlaupið heldur áfram til suðvesturs og veldur öðru gosi, nú inni á Torfajök- ulssvæðinu, þar sem gýs súrri bergkviku. En hvaðan kemur súra kvikan? Ef hún á að koma úr kvikuhólfinu undir Torfajök- ulssvæðinu, þá sést það ekki af myndinni. Hún sýnir rauða kviku í allri gossprung- unni og rauð kvika er basalt kvika, eins og sést á merkingu í kvikuhólfinu, en þar er súr kvika gul. Myndin sýnir að gula kvikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.