Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 58

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 58
á enga möguleika á því að komast eftir þessari sprungu til yfirborðs, en samt er hún þar. Myndin segir sem sagt annað en það sem henni er ætlað. Á bls. 85 er snið í gegnum Heklu og undirlög hennar. Á þessari mynd eru óútskýrð jarðlög neðan við ísaldarmóbergið. Á milli þess og mó- bergsins er óskiljanlegur flötur. Hann er tenntur og misgengi efri jarðlaga ná aðeins niður að honum. Utskýringu vantar á þessum fleti, einkum og sér í lagi merk- ingu tannanna, sem ég minnist ekki að hafa séð fyrr á jarðfræðilegum sniðum. Þau tákna hvorki mislægi né samlægi jarð- laga í hefðbundinni teikningu jarðlaga- sniða og hvernig geta lög legið öðruvísi hvort að öðru en mislægt og samlægt? Sams konar tenntur flötur birtist aftur á mynd á bls. 98, í sniði af Tindfjallaeldstöð- inni, ennþá óútskýrður. Á þessari mynd eru ennfremur sýnd hallandi misgengi, en svo undarlega vill til að jarðlögin ganga einungis á mis við eitt misgengið af þrem. Á opnunni, bls. 100-101, er stór mynd sem sýnir hvernig mikið „hamfaragos" í Tind- fjöllum fyrir um það bil 250 þúsund árum gæti hugsanlega hafa litið út eitt stakt augnablik. Þetta er eina sérgerða skýring- armyndin í bókinni, sem fær svona mikið pláss, heila opnu. Næst stærsta teikningin fær ekki nema rétt rúma hálfa síðu. Um svona hugarsmíð er í sjálfu sér lítið að segja. En hvers vegna þessi mynd er gerð og hvers vegna lögð er svona mikil áhersla á hana er mér ráðgáta. Atburðurinn, sem myndin á að lýsa, gerðist um 240 þúsund árum áður en það tímaskeið hófst, sem bókin fjallar um. I febrúarheftinu af National Geographic frá 1987 er grein um ísland. Þar eru á bls. 193 skýringarmyndir, sem útskýra ná- kvæmlega sömu hugmyndir og myndirnar á bls. 14 og 34 í íslandseldum. Mun meira er í myndirnar sjálfar lagt en gert er í ís- landseidum, en þær eru rétt gerðar og þær sýna það sem þeim er ætlað. Það er þvf gagnlegt að bera þessar myndir saman. Töflur Alls eru 22 töflur í bókinni. Þær eru auðkenndar með því að þær eru prentaðar á veikan bláan bakgrunn. Þetta greinir þær vel frá öðru efni bókarinnar og gerir bókina skemmtilegri í notkun. Innihald taflanna er yfirleitt upptalning á ýmsum atriðum varðandi eldgos á ákveðnum eldstöðvum eða eldstöðvakerf- um - gosannálar með fleiru. Fáeinar töflur innihalda upplýsingar um dyngjur og hraun á afmörkuðum svæðum. Tvær tafl- anna skera sig úr að gerð, þar sem þær eru ekki bein upptalning heldur samstilling mismunandi atriða til flokkunar á ákveðn- um fyrirbærum. Þetta eru tvær fyrstu töfl- urnar í bókinni, sem eru um flokkun berg- tegunda (bls. 13) og flokkun eldstöðva, sem gjósa basískri kviku (bls. 20). Um innihald nokkurra taflanna skal hér farið fáeinum orðum, aðallega til þess að benda á tvö atriði, sem teljast verða til al- varlegra galla í efnismeðferð. í töflunni um flokkun bergs, sem minnst var á hér að ofan, er notað forskeytið milli í nafni einnar bergraðarinnar og nokkurra berg- tegunda hennar. Þetta er með öllu óhæft forskeyti í þessu sambandi af eftirtöldum ástæðum: Þó íslenskt storkuberg deilist á þrjár bergraðir eða bergættir varðandi efnasamsetningu og ein þeirra sé eins kon- ar millistig á milli hinna tveggja (sem þó er umdeilanlegt), þá eru til aðrar bergættir annars staðar í heiminum, sem hafa ólíkar efnasamsetningar. Á milli sumra þeirra eru líka til svipuð millistig og hér er um rætt. Þær hljóta þá líka að nefnast milli- raðir, með skírskotun til sams konar skyn- semi. Þar með eru orðnar til margar og ólfkar milliraðir í bergfræðinni og slfk nafngifta- og aðgreiningaraðferð gengur ekki. Bergfræðin er ekki séríslenskt fyrir- bæri heldur sjálfstæð fræðigrein óháð landamærum eða mállýskum. Til þess verðum við að taka tillit. Því er ekki held- ur hægt að flokka ankaramít sem milli- berg. Hvar sem dæmigerð ankaramít finn- ast eru þau í tengslum við annað berg úr alkalísku bergröðinni (og það hinni kalí- rfku eins og á Snæfellsnesi en ekki hinni natríumríku eins og í Vestmannaeyjum). Ankaramítin í Eyjafjöllum, sem munu vera þau sem taflan vísar til, eru í raun miklu fremur þrídílótt basölt en ankara- mít, a.m.k. ef við fylgjum alþjóðlegri 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.