Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
185
mesta framlag til gróðursögu landsins er að draga mynd af gróður-
feldinum, eins og hann er í dag. En jarðvegurinn, landið, tekur
einnig miklum breytingum af manna völdum með ræktun og
þurrkun lands. Þui'rkun mýrlendis er orðin svo stórfelld, að Sig-
urður Þórarinsson hefur einhvers staðar látið þau orð falla, að
friða þyrfti eitthvað af mýrum, eða varðveita í sínu eðlilega ástandi,
svo að eftirtíminn hefði sýnishorn af þessari tegund lands. Af þess-
ari ástæðu er einnig skynsamlegt að hraða því eftir föngum að
draga mynd af jarðvegi byggða, að gera jarðvegskort. Þar við bæt-
ist sú praktíska ástæða, að það er margfalt fljótlegra og auðveldara
að lýsa jarðvegi í sínu náttúrlega ástandi, en þegar landið er þakið
jafngrænu sáðgresi og því hefur verið breytt í tún.
Almennt má segja, að saga verði bezt gerð, á sannastan hátt, með
mestu öryggi og minnstum tilkostnaði, ef hver kynslóð gætir þess,
að skilja eftir þær heimildir, sem skipta meginmáli, skráðar eða
skýrðar með myndum, á gagnorðan, skýran og aðgengilegan hátt.
Einkum er þýðingarmikið, að hver kynslóð sé vel á verði, ef stór-
felldar breytingar eiga sér stað eða eru sýnilega í vændum. Ög mikl-
ar breytingar eiga sér stað og eru í vændum, að því er varðar gróð-
urfeld landsins og hagnýtingu íslenzkrar moldar. Það má því segja,
að það sé jafnt söguleg skylda okkar sem hagfræðileg nauðsyn, að
draga sem skýrasta mynd af eðli og ástandi jarðvegsins og þess
gróðurs, sem hann nærir.