Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 189 lirfunum í loft upp. Síðar hafa flugvélar veitt ungar tatarafiðrilda- lirfur uppi í 600—700 m. hæð. Þessi staðreynd, að tekizt hefur að veiða lirfur í háfa, net eða aðrar gildrur hátt í lofti, sýna að fjöldi lirfa hlýtur að vera svífandi í loftinu. Þótt fátt veiðist e. t. v. í hvert sinn, er þess að gæta, að aðeins örlítið rúmtak lofts leikur um gildr- una. Collins sannaði síðar, að lirfur geta fokið eða sogast í einni svipan a. m. k. 30 km út á sjó. Árið 1925 vakti Felt athygli á mikil- vægi loftstraumanna í þessu sambandi; þeir gætu lyft skordýrunum í geysihæð og borið þau hundruð eða jafnvel þúsundir kílómetra. Bjóst Felt við, að venjulegir loftstraumar mundu valda meiru um en stormar og óveður öðru hvoru. Sú staðreynd, að láglendisskor- dýr finnast oft uppi í fjöllum og inn á jöklum, studdi mjög skoðun hans. Líka hafa flugvélar og önnur loftför orðið vör vespa og blað- lúsa hátt í lofti. Á árunum 1926—1931 tóku Bandaríkjamenn mikið að rannsaka skordýrasvifið í loftinu. Stundaði Glick slíkar veiðar yfir Fallulah í Louisianafylki í Suðurríkjunurn. Veiddi hann m. a. skordýr í 4000—4600 m hæð. Næstu 12 árin leiddu margt nýtt í ljós og skal hér drepið á nokkrar niðurstöður: Magn eða fjöldi skordýranna fer minnkandi með vaxandi hæð. Berland o. fl. greina milli tveggja loftlaga; þ. e. lægra lags frá jörð og upp í 300—350 m hæð og efra lags þaðan og upp í rúmlega 5000 metra hæð. Glögg takmörk eru auðvitað ekki til. í neðra lag- inu er mikið um vel fljúgandi skordýr (t. d. fiðrildi, mölflugur, bjöllur, bíflugur, vespur, ýmsar stórar flugur o. s. frv.) — En í efra laginu eru aðallega létt svifskordýr og skordýr með veikbyggða vængi, t. d. blaðlýs, ýmsar smáflugur, kögurvængjur, sviflær o. s. frv. Þessi léttu liðdýr þyrlast auðveldlega upp af loftstraumum og berast með þeim, en geta lítið sjálf ráðið ferðum sínum eða hvar þau lenda. Auðvitað er nokkuð „blandaður söfnuður" í báðum loftlögunum, þótt mest beri á vissum tegundum í livoru lagi. Stór skordýr finnast stundum hátt í lofti, t. d. eftir sviftibylji og óveður, og svifskordýr eru algeng niður við jörð. Virðast stundum ógrynni skordýra í loftinu, einkum í heitum löndum yfir gróðurríkri jörð. Hardy og Milne áætluðu, að í loftsúlu, sem var ein ensk fermíla að stærð, væru um 250 þúsund skordýr í 300—700 m. hæð og neð- ar — milli 3ja og 350 m — væri nærri milljón skordýra í sömu loft- súlu. Þetta var nálægt Hull í maí—október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.