Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 3
Ndttúrufr. — 28. árgangur — 4. hefti — 161.—216. siða, Reykjavik, janúar 1959 Eysteinn Tryggvason: Alþjóðlega jarðeSlisfræðiárið 1957-1958 Þekking vor mannanna á jörðinni, þeirri reikistjörnu, sem við lif- um á, hefur löngum verið furðulega lítil, og er enn mjög takmörkuð á sumum sviðum. Margir einstakiingar, félög og stofnanir hafa þó lagt mikið kapp á rannsókn jarðarinnar, en löngum hefur árangur- inn verið lítill miðað við fyrirhöfnina. Á fyrri öldum beindist rann- sókn jarðarinnar einkum að landafræði í þrengri merkingu þess orðs, svo sem leit að óþekktum löndum og lýsing þeirra frá land- fræðilegu og líffræðilegu sjónarmiði. Vísindalegar rannsóknir á ýmsum eðliseiginleikum jarðarinnar, svo sem jarðsegulmagni, rafmagni í jörð og lofti, hita og straumum í lofti og sjó o. s. frv., hófust ekki svo teljandi sé fyrr en á síðustu eða næstsíðustu öld. Þetta eru nokkur þeirra atriða, sem hugtakið jarðeðlisfræði nær yfir. Annars má í stuttu máli segja, að jarðeðlis- fræði nái yfir allt það, sem kalla má eðliseiginleika jarðarinnar. Pólarárið 1882-1883. Á síðari hluta 19. aldar jókst mjög áhugi Evrópumanna á löndum þeim, sem liggja að Norðuríshafi. Þessi áhugi varð m. a. til þess, að evrópskir vísindamenn hófust handa um að koma á alþjóðlegri sam- vinnu um samtíma rannsóknir á mörgum stöðum á norðurskauts- svæðinu. Á fundi, sem haldinn var í Hamborg 1879, var ákveðið í aðalatriðum, hvernig þessi rannsóknarlierferð skyldi gerð, og var gert ráð fyrir að rannsóknartímabilið skyldi hefjast sumarið 1881 og standa yfir til næsta sumars. Síðar var þessu rannsóknartímabili, sem nefnt hefur verið „Fyrsta Pólarárið", frestað um eitt ár. Á árunum 1882—1883 voru starfræktar 14 rannsóknarstöðvar á norðurskautssvæðinu, þar sem gerðar voru margvíslegar athuganir, svo sem jarðsegulmælingar, norðurljósaathuganir, veðurathuganir, hafísathuganir, athuganir á dýra- og plöntulífi o. fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.