Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 179 tekur til flokkunarinnar. Ég tel rétt að leggja á það áherzlu, að ekk- ert virðist vera því til fyrirstöðu, að þessi flokkun og sú jarðvegs- lýsing, sem henni er samfara, sé gerð það ítarlega, að jarðvegskort, sem grundvallast á flokkuninni hafi fullt gildi um langa framtíð og þurfi ekki að endurvinnast, nema þá á smærri svæðum, þar sem sérstakrar nákvæmni í lýsingu er þörf. Þetta starf má þannig vinna í dag fyrir langa framtíð, þó að því fari víðs fjarri, að efna- og eðl- iseiginleikar jarðvegsins, hæfni hans til ræktunar, áburðarþörf og hagfelldustu ræktunaraðferðir séu þekkt. En aðstaða til að rann- saka þessi margslungnu atriði batnar mjög við það, að jarðvegskort verða handbær. Sá hluti jarðvegslýsingarinnar, er nefna mætti hinn kvantítatífa hluta hennar, er sjálf kortagerðin, sem eins og fyrr var nefnt er eina ráðið til að fá viðhlítandi landlýsingu. Þessi hluti lýsingarinn- ar kostar að vísu mikla vinnu, bæði á víðavangi og í sambandi við teikningar og prentun, en eftir að flokkun jarðvegsins er ákveðin er sjálf kortagerðin ekkert vandamál frá fræðilegu sjónarmiði. Þó þarf allmikla æfingu, bæði við greiningu jarðvegsflokkanna, en þó sérstaklega við að teikna á loftmynd það, sem fyrir augun ber. Það er þannig ekkert því til fyrirstöðu, að unnt sé að gera áreið- anleg eða góð jarðvegskort í dag. Hins er ekki að vænta, að með því einu fáist fullkomnar upplýsingar um ræktunareiginleika hinna ýmsu jarðvegstegunda eða jarðvegsflokka eða innbyrðis mat á rækt- unargildi þeirra. Slíkar upplýsingar fást ekki á skömmum tíma; til þess þurfa að koma víðtækar ræktunartilraunir um langt árabil og margvíslegar efna- og eðlisrannsóknir í því sambandi. En eftir því sem upplýsingar um þessi atriði safnast, eykst jafnt hin hagnýta þýðing jarðvegskortanna. Og sú kemur tíð, að unnt verður að leggja hagfræðilegt mat á hinar ýmsu jarðvegstegundir og gera á þeim tölu- legan, hagfræðilegan samanburð. Þá geta ráðunautarnir sagt bænd- unum á grundvelli jarðvegskortsins og þeirra upplýsinga annarra, sem fyrir liggja, hvaða jarðveg borgi sig bezt að rækta í hverju ein- stöku tilfelli og hvernig skuli með hann farið, hvað í hann skuli borið og hverju sáð. Handahófið og fálmið, sem í dag einkennir ís- lenzka jarðrækt, mun smám saman verða að draga sig í hlé. Ekkert jarðvegskort hefur enn verið gefið út hér á landi og veld- ur því fyrst og fremst fjárskortur. Er raunar óséð, hvernig úr þessu vandamáli rætist. En talsverð útivinna hefur þegar verið lögð í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.