Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 179 tekur til flokkunarinnar. Ég tel rétt að leggja á það áherzlu, að ekk- ert virðist vera því til fyrirstöðu, að þessi flokkun og sú jarðvegs- lýsing, sem henni er samfara, sé gerð það ítarlega, að jarðvegskort, sem grundvallast á flokkuninni hafi fullt gildi um langa framtíð og þurfi ekki að endurvinnast, nema þá á smærri svæðum, þar sem sérstakrar nákvæmni í lýsingu er þörf. Þetta starf má þannig vinna í dag fyrir langa framtíð, þó að því fari víðs fjarri, að efna- og eðl- iseiginleikar jarðvegsins, hæfni hans til ræktunar, áburðarþörf og hagfelldustu ræktunaraðferðir séu þekkt. En aðstaða til að rann- saka þessi margslungnu atriði batnar mjög við það, að jarðvegskort verða handbær. Sá hluti jarðvegslýsingarinnar, er nefna mætti hinn kvantítatífa hluta hennar, er sjálf kortagerðin, sem eins og fyrr var nefnt er eina ráðið til að fá viðhlítandi landlýsingu. Þessi hluti lýsingarinn- ar kostar að vísu mikla vinnu, bæði á víðavangi og í sambandi við teikningar og prentun, en eftir að flokkun jarðvegsins er ákveðin er sjálf kortagerðin ekkert vandamál frá fræðilegu sjónarmiði. Þó þarf allmikla æfingu, bæði við greiningu jarðvegsflokkanna, en þó sérstaklega við að teikna á loftmynd það, sem fyrir augun ber. Það er þannig ekkert því til fyrirstöðu, að unnt sé að gera áreið- anleg eða góð jarðvegskort í dag. Hins er ekki að vænta, að með því einu fáist fullkomnar upplýsingar um ræktunareiginleika hinna ýmsu jarðvegstegunda eða jarðvegsflokka eða innbyrðis mat á rækt- unargildi þeirra. Slíkar upplýsingar fást ekki á skömmum tíma; til þess þurfa að koma víðtækar ræktunartilraunir um langt árabil og margvíslegar efna- og eðlisrannsóknir í því sambandi. En eftir því sem upplýsingar um þessi atriði safnast, eykst jafnt hin hagnýta þýðing jarðvegskortanna. Og sú kemur tíð, að unnt verður að leggja hagfræðilegt mat á hinar ýmsu jarðvegstegundir og gera á þeim tölu- legan, hagfræðilegan samanburð. Þá geta ráðunautarnir sagt bænd- unum á grundvelli jarðvegskortsins og þeirra upplýsinga annarra, sem fyrir liggja, hvaða jarðveg borgi sig bezt að rækta í hverju ein- stöku tilfelli og hvernig skuli með hann farið, hvað í hann skuli borið og hverju sáð. Handahófið og fálmið, sem í dag einkennir ís- lenzka jarðrækt, mun smám saman verða að draga sig í hlé. Ekkert jarðvegskort hefur enn verið gefið út hér á landi og veld- ur því fyrst og fremst fjárskortur. Er raunar óséð, hvernig úr þessu vandamáli rætist. En talsverð útivinna hefur þegar verið lögð í

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.