Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 191 fremur lítil, kemur í maí—júní. Þá eru blaðlýsnar að flytja sig úr vetrarstöðvunum og yfir á þær plöntur, sem þær lifa af að sjúga á sumrin. Önnur gangan kemur í júlí og stendur fram í miðjan ágúst. Flytjast þá sumarkynslóðir blaðlúsanna milli sumarplantna, sem þær lifa á um skeið. Þriðja gangan stendur yfir í september og október. Þá skipta blaðlýsnar enn um heimili og flytja sig til vetrardvalar á ýmsa runna, tré o. s. frv. Þessir blaðlúsaflutningar fara einkum fram nálægt jörðu — í neðra loftlaginu — en þeirra verður þó einn- ig vart hátt í lofti. Einnig eru sveiflur á flutningunum sólarhring hvern, því að blaðlýsnar halda kyrru fyrir að mestu á nóttunni, en fljúga á daginn meðan bjart er. (Hér eru þessar sveiflur sennilega minni um hásumarið.) Merki alls þessa sjást uppi í loftinu, þar eykst skordýrafjöldinn þegar fram á daginn kemur, en minnkar þegar kvöldar og nótt færist yfir. Hinar fljúgandi blaðlýs fara sem sé á ról á morgnana, en falla til jarðar á kvöldin og næturnar. Blað- lýs flytja líka búferlum hér á landi. T. d. sýgur álmlúsin blöð álms- ins á sumrin, en flytur sig yfir á rætur ribs og fleiri runna á haustin. Mýbiti hafa margir kynnzt, t. við Mývatn og Sog. Mýið fer líka stundum yfir í flokkum eða „göngum“ á sumrin. Koma alloft tvær göngur með hálfs til eins mánaðar millibili. Hefst fyrri gang- an venjulega seint í júní, en hin seinni í ágúst. En mjög fer þetta eftir veðurfari — og er allmisjafnt ár frá ári. Bitmýslirfurnar lifa eins og kunnugt er á steinum og gróðri í straumvötnum. Eru ein- hverjar mestu mývargsstöðvar hér við upptök Laxár í Mývatni, og við Sogið í Grafningi. Rannsóknir á lifnaðarliáttum skordýra hafa vitanlega mikið hag- rænt gildi í baráttunni við gróðursjúkdóma. Sum skordýr bera líka ýmsa sjúkdóma bæði milli manna og dýra, einkum í heitum löndum. HEIMILDARIT - REFERENCES Johnson, C. G. 1950. The Dispersal o£ Insects by Wind. New Biologi 9. London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.