Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 191 fremur lítil, kemur í maí—júní. Þá eru blaðlýsnar að flytja sig úr vetrarstöðvunum og yfir á þær plöntur, sem þær lifa af að sjúga á sumrin. Önnur gangan kemur í júlí og stendur fram í miðjan ágúst. Flytjast þá sumarkynslóðir blaðlúsanna milli sumarplantna, sem þær lifa á um skeið. Þriðja gangan stendur yfir í september og október. Þá skipta blaðlýsnar enn um heimili og flytja sig til vetrardvalar á ýmsa runna, tré o. s. frv. Þessir blaðlúsaflutningar fara einkum fram nálægt jörðu — í neðra loftlaginu — en þeirra verður þó einn- ig vart hátt í lofti. Einnig eru sveiflur á flutningunum sólarhring hvern, því að blaðlýsnar halda kyrru fyrir að mestu á nóttunni, en fljúga á daginn meðan bjart er. (Hér eru þessar sveiflur sennilega minni um hásumarið.) Merki alls þessa sjást uppi í loftinu, þar eykst skordýrafjöldinn þegar fram á daginn kemur, en minnkar þegar kvöldar og nótt færist yfir. Hinar fljúgandi blaðlýs fara sem sé á ról á morgnana, en falla til jarðar á kvöldin og næturnar. Blað- lýs flytja líka búferlum hér á landi. T. d. sýgur álmlúsin blöð álms- ins á sumrin, en flytur sig yfir á rætur ribs og fleiri runna á haustin. Mýbiti hafa margir kynnzt, t. við Mývatn og Sog. Mýið fer líka stundum yfir í flokkum eða „göngum“ á sumrin. Koma alloft tvær göngur með hálfs til eins mánaðar millibili. Hefst fyrri gang- an venjulega seint í júní, en hin seinni í ágúst. En mjög fer þetta eftir veðurfari — og er allmisjafnt ár frá ári. Bitmýslirfurnar lifa eins og kunnugt er á steinum og gróðri í straumvötnum. Eru ein- hverjar mestu mývargsstöðvar hér við upptök Laxár í Mývatni, og við Sogið í Grafningi. Rannsóknir á lifnaðarliáttum skordýra hafa vitanlega mikið hag- rænt gildi í baráttunni við gróðursjúkdóma. Sum skordýr bera líka ýmsa sjúkdóma bæði milli manna og dýra, einkum í heitum löndum. HEIMILDARIT - REFERENCES Johnson, C. G. 1950. The Dispersal o£ Insects by Wind. New Biologi 9. London.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.