Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 58
216 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN tegundir líka borizt eftir landbrúm seint á ísöld og landið hafi því ekki enn verið algerlega komið úr gróðurtengslum við nágrannalöndin í þessa tíð. Þessar skýringar á uppruna íslenzku flórunnar eru vissulega mjög heillandi, enda styðjast þær bæði við erfðafræðilegar athuganir sem og við jurtastein- gerfinga. En núverandi útbreiðsla jurtanna er einmitt árangurinn af saman- lagðri erfðasögu þeirra og jarðsögu. Meðan jarðfræðingarnir hafa ekki leyst gátu Norður-Atlantshafsmeginlandsins mikla frá nýlífsöld jarðar, mun erfitt að ráða meiri likur að uppruna flórunnar á okkar eldbrunna eylandi. Samt sem áður væri ekki úr vegi að gera nákvæma rannsókn á dreifingarmáta inn- lendu tegundanna eins og hann er í dag, svo að frekari staðfesting fáist fyrir því, að þessi hluti flórunnar hafi raunverulega verið einangraður um langan aldur. Mörg dæmi eru til um flutning fræja með fuglum og vindi til fjarlægra staða, og bendir sumt til þess, að meira megi leggja upp úr þessum dreifingar- máta en gert er nú orðið. Það er alkunna, að við meiriháttar gos á íslandi, getur, þegar vindstaða er þannig, orðið öskufall í útlöndum. Árið 1845, 2. september kl. 9, varð mikið gos í Heklu, og strax morguninn eftir var aska fallin í kálgarða í Orkneyjum. Lítill vafi er á, að fræ eins og t. d. fræ brönu- grasanna, sem eru það lítil, að í einu grammi komast fyrir 200.000 fræ, gætu á sama hátt og öskuagnir borizt loftleiðis um víða veröld. Að órannsökuðu máli virðist því ekki ómögulegt, að t. d. ástagrasið okkar, sem nú er talið til einlendrar tegundar, hafi getað flutzt til landsins á vængjum vindanna og ílytjist svo enn, enda þótt það hafi ekki fundizt til þessa nema um vestanvert landið. Að formi til er verkið í heild greinagott. Útbreiðslusvæði tegundanna eru oft sýnd með kortum, sem gera textann hinn læsilegasta. Æskilegt liefði ver- ið að auka enn gildi textans með teikningum eða ljósmyndum af litþráðum og tölu þeirra, draga saman kynblöndunartilraunir í töfluform og sýna „sym- bólísk disperasjóns díagrömm“, þar sem svo á við. En kostnaðarástæður munu eflaust liafa ráðið því, að svo var ekki hægt. Ritið er hins vegar skrifað á lipurri ensku og bætir það vel úr þessu. Heimildarlistinn einn ber vitni um þá feikna elju, sem höf. hafa lagt í þetta verk. Að samanlögðu er yfirlitsrit þetta því stór viðburður í íslenzkum jurta- vísindum nú til dags. Á hinn bóginn má ekki gleyma því, að höf. urðu ai' flýja landið til að geta orðið því gagnlegir með rannsóknum sínum. Því miður virðist skilningurinn á boðskap vísindanna ekki hafa færzt i aukana síðan Áskell og Doris Löve hurfu úr landinu, því að heldur fer hann vaxandi hópur þeirra ungu, íslenzku náttúrufræðinga, sem neyðast nú til að starfa undir er- lendum himni. Er með þessu lialdið í þveröfuga átt við stefnu allra annarra framsækinna menningarþjóða, sem leggja metnað sinn í að efla gang vísind- anna á hvaða sviði sem er. Með rannsóknum sínum hafa Áskell og Doris Löve sýnt, að þau hafa unnað meir hag íslenzkra náttúruvísinda en svo, að þau hafi látið bugast af því tómlæti, sem ríkt hefur í þeim efnum af hálfu ábyrgra aðila. Þau eiga því tvöfaldar þakkir skilið fyrir störf sín. Sigurður Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.