Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 195 gefur í skyn, að sérstaklega sé átt við hagnýt fræði, en eins og áður er sagt, þá eru raunvísindi ekki nema að nokkru leyti hagnýt. í gagnfræðaskólum, eða miðskólum, eins og þeir eru líka kall- aðir, ber að leggja höfuðáherzlu á kennslu í náttúrufræðum. Á þessu aldursskeiði verður hver unglingur að fá nákvæma fræðslu um þann heiin, sem hann er í borinn og sem hann á að lifa í og starfa. Þýðingarmestu staðreyndirnar í höfuðgreinum raunvísind- anna þurfa að festast honum í minni. Áherzlu ber að leggja á undir- stöðuatriðin, þann eðlisfræðilega, efnafræðilega og líffræðilega grundvöll, sem allt byggist á, en skeyta minna um hin sérstæðu smáatriði. Það er hlutverk gagnfræðaskólanna að veita staðgóða undirstöðuþekkingu í náttúrufræðum, sem síðan má byggja ofan á, meira eða minna eftir því, hverja braut nemandinn velur sér í námi og starfi. Sérfræðileg og hagnýt atriði koma á eftir grund- vallaratriðunum. Með öðrum þjóðum er fengin löng reynsla í kennslu náttúru- fræða í miðskólum, en ekki höfum vér íslendingar notfært oss hana nema að litlu leyti. Áhugi íslendinga fyrir húmaniskum fræð- um er mjög rnikill, og setja þau hér svip sinn á hina ahnennu menntun. Hefur því minni rækt verið lögð við náttúrufræðikennslu hér á landi en skyldi, bæði í miðskólum og öðrum skólum. Um þetta efni skrifaði ég grein í tímaritið Aíenntamál s.l. haust (31. árgangur, 2. hefti, bls. 55—77). Er þar m. a. gerður samanburður á íslenzkum og erlendum skólum og ler sá kafli orðréttur hér á eftir. íslenzkir og erlendir skólar. Hin almenna menntun er veitt börnum og unglingum á skóla- skyldualdri. Hér á íslandi í 6 barnaskólabekkjum (7—12 ára) og 2 bekkjum á gagnfræða- og miðskólastigi (13—14 ára). Flest ung- menni hér fara þó einnig í 3. bekk miðskóla, landsprófsbekki eða aðra 3. bekki, en síðan dreifist hópurinn. Stærsti hlutinn fer þá fljótlega út í atvinnulífið, tekur einhver sérpróf að loknum nám- skeiðum eða stuttum sérskólum eða fer í stærri sérskóla, eins og verzlunarskóla, sjómannaskóla, vélskóla eða kennaraskóla. Nokkur hluti eða 12% leggur svo út í langskólanámið, þ. e. menntaskóla- og háskólanám. Það bggur auðvitað næst að halda, að vér íslendingar eyðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.