Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
195
gefur í skyn, að sérstaklega sé átt við hagnýt fræði, en eins og áður
er sagt, þá eru raunvísindi ekki nema að nokkru leyti hagnýt.
í gagnfræðaskólum, eða miðskólum, eins og þeir eru líka kall-
aðir, ber að leggja höfuðáherzlu á kennslu í náttúrufræðum.
Á þessu aldursskeiði verður hver unglingur að fá nákvæma fræðslu
um þann heiin, sem hann er í borinn og sem hann á að lifa í og
starfa. Þýðingarmestu staðreyndirnar í höfuðgreinum raunvísind-
anna þurfa að festast honum í minni. Áherzlu ber að leggja á undir-
stöðuatriðin, þann eðlisfræðilega, efnafræðilega og líffræðilega
grundvöll, sem allt byggist á, en skeyta minna um hin sérstæðu
smáatriði. Það er hlutverk gagnfræðaskólanna að veita staðgóða
undirstöðuþekkingu í náttúrufræðum, sem síðan má byggja ofan
á, meira eða minna eftir því, hverja braut nemandinn velur sér
í námi og starfi. Sérfræðileg og hagnýt atriði koma á eftir grund-
vallaratriðunum.
Með öðrum þjóðum er fengin löng reynsla í kennslu náttúru-
fræða í miðskólum, en ekki höfum vér íslendingar notfært oss
hana nema að litlu leyti. Áhugi íslendinga fyrir húmaniskum fræð-
um er mjög rnikill, og setja þau hér svip sinn á hina ahnennu
menntun. Hefur því minni rækt verið lögð við náttúrufræðikennslu
hér á landi en skyldi, bæði í miðskólum og öðrum skólum. Um
þetta efni skrifaði ég grein í tímaritið Aíenntamál s.l. haust (31.
árgangur, 2. hefti, bls. 55—77). Er þar m. a. gerður samanburður
á íslenzkum og erlendum skólum og ler sá kafli orðréttur hér á
eftir.
íslenzkir og erlendir skólar.
Hin almenna menntun er veitt börnum og unglingum á skóla-
skyldualdri. Hér á íslandi í 6 barnaskólabekkjum (7—12 ára) og 2
bekkjum á gagnfræða- og miðskólastigi (13—14 ára). Flest ung-
menni hér fara þó einnig í 3. bekk miðskóla, landsprófsbekki eða
aðra 3. bekki, en síðan dreifist hópurinn. Stærsti hlutinn fer þá
fljótlega út í atvinnulífið, tekur einhver sérpróf að loknum nám-
skeiðum eða stuttum sérskólum eða fer í stærri sérskóla, eins og
verzlunarskóla, sjómannaskóla, vélskóla eða kennaraskóla. Nokkur
hluti eða 12% leggur svo út í langskólanámið, þ. e. menntaskóla-
og háskólanám.
Það bggur auðvitað næst að halda, að vér íslendingar eyðum