Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 16
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN spurn: Hvernig er hægt að lýsa jarðaryfirborðinu, eða jarðvegslag- inu þannig, að sá, sem afla vill upplýsinga um tiltekið svæði, fái sem gleggsta og gagnlegasta mynd á sem auðveldastan hátt? Það má t. d. lýsa jarðveginum með orðum og tölum og með hjálp ljósmynda. En auðsætt er, að sú lýsing getur aðeins orðið fullnægj- andi að því er tekur til útlits, einkenna og eðlis jarðvegsins. Það má á þennan hátt draga myndir af hinum ýmsu jarðvegstegundum og eiginleikum þeirra. En það er ókleift að lýsa eða sýna með þess- um hætti, hvernig jarðvegstegundirnar koma fyrir, hvernig jarðar- yfirborðið er á hverjum stað eða í hverjum púnkti. Það er augljós- lega til aðeins eitt úrræði til að lýsa yfirborði lands, og það er með hjálp korts. Þetta á jafnt við um jarðveg sem um lögun lands og landslag. — Það er langt síðan að menn tóku að lýsa löndum og landslagi með kortum. Hin fyrstu þeirra voru eðlilega ónákvæm, en með nútímatækni geta landmælingamenn mælt fjarlægðina frá ákveðnum púnkti á Öndverðarnesi að tilteknum púnkti á Gerpi eystra með nokkurra cm nákvæmni. í þessu sambandi get ég ekki stillt mig um að minna á það, þó að það komi ekki beint við máli mínu, að við eigum því láni að fagna að eiga ágæt kort af landi okkar, nefnilega kort herforingja- ráðsins danska. Gerð þessara korta var mikið afrek, hvernig sem á það er litið, og þetta verk ber hátt yfir allar rannsóknir eða lýsing- ar aðrar, sem fyrr og síðar hafa verið gerðar á landi okkar. Mér er raunar til efs, að íslendingar hafi gert eða geri sér þetta fylli- lega ljóst, og mér er ókunnugt um það, með hverjum hætti íslenzk stjórnarvöld hafa tjáð dönsku dátunum og þeim mönnum, sem stóðu að kortagerðinni þakklæti íslenzku þjóðarinnar, en við þessa aðila stöndum við í mikilli þakkarskuld. Ég vil í þessu sambandi einnig minna á það, að Þorvaldur Thor- oddsen gerði jarðfræðikort, þ. e. kort af berggrunni landsins, og var það mikið og tvímælalaust mjög vel unnið verk, miðað við þær aðstæður, er þá voru fyrir hendi, enda hefur kort Thoroddsen dug- að vel og lengi. Nú er kortið í endurskoðun hjá Náttúrugripasafn- inu, og annast Guðmundur Kjartansson það verk að mestu. Eigum við því von á nýju berggrunnskorti bráðlega, og verður að því hinn mesti fengur, ekki hvað sízt fyrir íslenzkar jarðvegsrannsóknir. Við höfum þannig ágætt landslagskort og eigum von á ágætu berg- grunnskorti. En hvað um lýsingu á yfirborði landsins, á jarðvegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.