Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 28
186 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ingólfur Davíðsson: Skordýr á vængjum vindanna Við höfum öll séð skordýr á flugi. Hver kannast ekki við glugga- flugur og maðkaflugur og mölfiðrildið. Eða mýflugur við vötn og ár, mykjuflugur í og við áburðarhauga og jafnvel hlussulega og þungfleyga jötunuxa. Skemmtileg Ijósleit eða móleit fiðrildi sveima mikið milli blómanna á góðviðriskvöldum og í molluveðri, randa- flugurnar suða við körfur fíflanna o. s. frv. Hafið þið líka séð köngurlær fljúga? Ekki bera þær þó vængi, en svifflug iðka sumar smávaxnar köngurlóategundir samt sem áður. Stundum verður jörðin þakin glitrandi þráðum á sumrin. Sést það oft bezt að kvöld- lagi. Þetta eru silkiþræðir, sem óteljandi köngurlær — sviflær hafa spunnið og nota sem sviftæki, þegar þær vilja flytja sig bú- ferlum. Kallast þræðirnir „vetrarkvíði, fljúgandi sumar, maríu- þræðir" o. fl. (sbr. Náttúrufr. 1939, 1. hefti). Er ykkur ljóst, að ýmis skordýr o. fl. liðdýr ferðast svo hundruðum kílómetra skiptir og komast jafnvel oft í 3—4 km. hæð? Skordýrin fljúga og þau geta líka borist óravegu með vindinum. Hópar hinna skrautlegu að- mírálsfiðrilda hafa hvað eftir annað borist til íslands á vængjum vindanna frá Bretlandseyjum, og s. 1. haust bárust hingað til Reykja- víkur, Kópavogs og Hafnarfjarðar þistilfiðrildi eftir langvinna suðaustanátt, sem hefur borið þau yfir hafið. Langferðir skordýra hafa lengi verið kunnar og í byrjun 19. aldar var skipulega farið að rannsaka þær, einkum í Bandaríkjun- um. Var það að verulegu leyti gert í hagnýtum tilgangi, til þess að geta fremur unnið bug á ýmsum skaðsemdar skordýrum þar vestra. Reynt var að fylgjast með ferðum þeirra og finna aðalklak- stöðvarnar. Kom margt einkennilegt og óvænt í ljós. Þannig skrif- ar t. d. Gilbert White um sérkennilegan viðburð í Selborne á Eng- landi 1. ágúst 1785: „Um kl. 3 síðdegis í heitu veðri kom allt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.