Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 30
188 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ar þungu maðkaflugur upp um allt hálendi. Verða þeir er fleygja matarleifum eða ganga þar álfreka, fljótt varir við flugur. Árið 1904 rannsökuðu þeir Hunter og Hinds ferðir baðmullar- bjöllunnar vestur í Texas. Á tímabilinu ágúst til október dreifðu bjöllurnar sér yfir nær 7500 enskra fermílna svæði, fóru yfir 10—20 km breið vatnasvæði og yfir 40—50 km breið baðmullarlaus héruð. í Mið-Texas lifir skæð kornlús. Sum ár fjölgar henni gríðarlega og flýgur hún þá burt og berst líka hundruð kílómetra norður og norðaustur á bóginn með vindinum, sem blæs norður í janúar— júní. Ef ekki tekst að vinna bug á lúsinni í Texas og Nýju-Mexíkó, getur hún valdið spjöllum í órafjarlægð norður í landi. Á svipaðan hátt berst hin blettótta gúrkubjalla um 500 km. leið á 3—4 dögum með vindinum. Hér á landi virðist t. d. kálflugan hafa borizt með vindi talsverðar vegalengdir. — Laust fyrir 1870 barst tatarafiðr- ildið (Porthetria dispar) til Bandaríkjanna (nálægt Boston) frá Evrópu. Lirfan etur trjálauf til skemmda. Kvenfiðrildið hefur vængi, en getur þó ekki flogið. Fyrstu 20 árin breiddist það út um i/2 km á ári. Gerðar voru þá ráðstafanir til að eyða því og varð dreif- ing þess heft í 9 ár. En frá aldamótum til 1905 var ekkert gert og þá breiddist fiðrildið út um hálfan fjórða km. árlega fyrstu árin og síðan 6—8 km og aðallega undan ríkjandi vindátt. Hefur tatara- fiðrildið nú breiðzt út um nágrannafylkin og allt norður til Kan- ada. Það er aðallega lirfan, sem berst með vindinum, en hún ber löng hár, sem eru ágæt sviftæki, líkt og aldinhár fífunnar eða biðukollunnar. Geta hárin haldið ungum lirfum lengi svífandi í lofti. Var þetta áður kunnugt í Evrópu. Árið 1913 gerði Burgess ýmsar tilraunir í Bandaríkjunum til þess að komast til botns í loftferðum tatarafiðrildanna með vísindalegum aðferðum. Hann útbjó vírgrindaskerma með límplötum á til þess að veiða skordýrin og setti skermana upp með ákveðnu millibili, fjær og nær slóð- um fiðrildanna. Margar lirfur festust á skermana og kom í ljós, að vindurinn gat borið þær 600—700 metra leið nálægt jörðu. Burgess álítur að því hærra sem lirfurnar komast, þess lengra geti vind- urinn borið þær. 1915 bar Collins saman svifflug ungra tatarafirðildalirfa og svif ýmissa plöntufræja, sem útbúin eru svifhárum eða himnu- vængjum. Reyndust lirfurnar ungu geta svifið jafnvel og eins langt og flest sviffræ eða svifaldin. Þurfti aðeins örlítinn blæ til að þyrla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.