Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 46
204 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN steina, málma, trjátegundir, spunaefni, matvæli o. s. frv. Auðvitað allt með verklegum æfingum í að prófa og greina þessa hluti. Kennslu í smíðum, saumum og matreiðslu á að leggja niður í þessum bekkjum, en handavinnu af slíku tagi má gjarnan hafa og jafnvel auka í 3. bekk gagnfræðaskólans, fyrir þá nemendur, sem ekki fara til landsprófs. í landsprófsbekk og 3. bekk menntaskóla er tími til kominn að lesa grasafræði og dýrafræði sérstaklega, og eðlisfræði svipað og nú er gert. Bók um manninn, heilsufræði og heilsurækt, ætti aftur á móti að lesa í öllum 3. bekkjum gagnfræðastigsins. í lærdómsdeild menntaskólanna kemur, eins og nú, til viðbót- ar jarðfræði og stjörnufræði og ennþá meira í líffræði, lífefna- fræði og lífeðlisfræði. í stærðfræðideildum auk þess eðlisfræði og efnafræði svipað og nú er. Kennaraskólanum þarf að breyta. Láta landspróf gilda þar sem inntökupróf og gera hann hliðstæðan menntaskólunum. Náttúru- fræðinám yrði þar svipað og í máladeildum menntaskólanna. Gert væri ráð fyrir því, að stúdentar frá kennaraskólanum stunduðu 2—3 ára nám við háskólann og teldust þá liæfir til að kenna í 1. og 2. bekk gagnfræðaskólanna. Það er augljóst mál, að ekki er unnt að sjá barna- og gagn- fræðaskólum hér fyrir nægilega mörgum kennurum í náttúrufræð- um, nema hægt verði að mennta þá hér heima. Hlýtur það að verða hlutverk Háskóla íslands að veita slíka menntun. Stofnun nátt- úrufræðideildar við háskólann hefur oft komið til tals, en ekki orðið úr framkvæmdum. Slíka deild þarf þó að setja þar upp hið fyrsta og ætti hún að vera hliðstæð verkfræðideildinni. Mundi sú deild í fyrsta lagi veita undirstöðumenntun í náttúrufræðum, 2—3 ára nám, fyrir þá, sem ætla sér að ljúka kandidats-, magisters- eða doktorsprófi við erlenda háskóla. í öðru lagi mundi þessi deild veita bachelor-próf í náttúrufræðum fyrir þá, sem ætluðu sér að kenna náttúrufræði við efri bekki barnaskóla og neðri bekki gagnf ræðaskóla. Vér íslendingar eigum að snúa oss meira að raunvísindum en vér höfum gert. Það nægir ekki að fáeinir útvaldir leggi stund á náttúrufræðilegar sérgreinar, enda þótt þeir ljúki í þeim háskóla- prófi. Slíka menn þurfum vér auðvitað að eiga marga og meðal þeirra einnig nokkra, sem ekki þurfa að sinna hagnýtum sjónar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.