Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 52
210 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN en raunvísindi.“ Þetta er býsna alvarleg ásökun, og hygg ég, að hún sé fremur sprottin af fljótfærni en því, að finna megi henni nokkurn stað í því, sem dr. Helgi Pjeturss hefur ritað. Ef einhver ætlaði að halda því fram, að draumakenning Nýals sé dulræna, þá yrði hann að halda hinu sama fram um litafræðiuppgötvanir Goethes og uppgötvun Schopenhauers á eðlisfari eftirmynda þeirra, sem koma fram, þegar starað hefur verið lengi á einhverja mynd eða hlut. Rannsóknaraðferðir dr. Helga Pjeturss á draumunum eru í beinu framhaldi af þeim athugunum Goethes og Schopenhauers, sem eru óyggjandi, þótt þeim yrði að vísu á að blanda saman við þær árásum á hina eðlisfræðilegu lita- og ljósfræði, sem ekki áttu rétt á sér. En uppgötvun dr. Helga Pjeturss á sambandinu við draumgjafa er sú nýjung, sem boðar meiri breytingu á hugsunar- hætti mannkynsins en nokkur, sem orðið hefur áður — ef hún nær fram að ganga — og það er svo fjarri því, að hún eigi nokkuð skylt við dulrænu eða dulspeki, að þegar hún hefur sigrað verður allri dulrænu lokið, en einungis á þann hátt að viðfangsefni dulræn- unnar, líf eftir dauðann og tilvera æðri máttarvalda, verða þá skil- in vísindalegum skilningi. Dulræna eða dulspeki eru hugmyndir um tilveruna, sem ekki samrýmast annarri þekkingu, fullyrðingar sem byggjast á öðru en því, sem verður skilið og skýrt. Dulspekingurinn hælist um yfir því, sem gerir vísindamanninn ráðþrota, en hann reynir aldrei til að skýra það á raunhæfan hátt, sýna fram á samband þess við aðra þekkingu. Mörg hin frægustu rit eru af þessum toga spunnin og af þeim eru sprottnar ýmsar þær stefnur, sem hafa orðið mjög vold- ugar með mannkyninu og eru enn, og þess eru jafnvel dæmi frá fyrri öldum, að boðberar raunverulegrar þekkingar hafa verið of- sóttir og líflátnir, og aldrei hefur þetta komið greinilegar í ljós en í ofsóknunum gegn Giordano Brúnó. Giordano Brúnó gerði þá uppgötvun, sem með sanni má kalla hina stærstu, sem gerð hef- ur verið fram til uppgötvunar Lamarcks og Darwins á framþróun- inni, og með þessu gerði hann að engu allt hið tilbúna kenninga- kerfi kaþólskunnar. En þó að rök Brúnós væru óyggjandi og heims- mynd hans sé sú, sem ein er rétt, þá var vald lyginnar afskaplegt, og páfinn í Róm, lét brenna Brúnó á báli í augsýn sinni og fjölda annarra tignar og valdamanna. Það, sem olli hræðslunni við hinn nýja heimsskilning Brúnós, var

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.