Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 42
200
NÁT T Ú R U F RÆ ÐINGURINN
DANMÖRK ÍSLAND
a bi
ALDURSÁR IQ II. 12 13. 14 15.
BEKKUR 4. 5. I. n m EZ
MÓÐURMÁL 8 8 7 6 7 6
ERLEND MAL 3 3 4 8
SAGA+LANDAFR. 4 4 4 4 2
STÆROFRÆÐI 5 6 5 4 4 3
NÁTTÚRUFRÆÐI 2 3 4 4 2
ANNAÐ 10 14 13 15 17 19
STUNDIR ALLS 29 35 36 36 36 36
a b,
II. 12 13. 14 15. 16.
5. 6. I. n. m nz
8 8 6 5 5 7
4 8 9 9
4 4 5 4 5 3
5 5 5 5 5 4
2 2 2 3 4 1
16 16 12 9 8 12
35 35 34 34 36 36
TAFLA V. Almennt gagnfrceðandm. a: 2 bekkir a£ barnaskóla,
bi: 4 bekkir miðskóli.
Eftirtektarvert er það, að í þessum skólum er miklu minna kennt
af erlendum málum í Danmörku en á ísiandi. Kemur þar fram
sú staðreynd, að meira er til af nytsömum bókmenntum við alþýðu
hæfi á dönsku en íslenzku, svo að Danir geta reiknað með því, að
öll alþýða manna komist af með sitt móðurmál, en það getum vér
Islendingar tæpast gert.
Það er sýnilegt af þeim samanburði, sem hér hefur verið gerður,
að sá vikustundafjöldi, sem Danir og Þjóðverjar verja til kennslu
í náttúrufræðum, er talsvert meiri en sá, sem vér íslendingar verj-
um til sömu kennslu, og kennsla í málum er að sama skapi meiri
hér á landi. Þessi munur er samt ekki eins mikill og við hefði
mátt búast. Á lengd námstímans á hverju ári var ekki gerður
samanburður, enda skiptir lengd kennsluársins ekki máli við sam-
anburð á skiptingu vikustunda milli námsgreina.
En það var annað sem kom í ljós við öflun þeirra heimilda,
er að framan var getið, og er það mun veigameira en munurinn
á vikustundafjöldanum. Er hér um að ræða þann mun, sem er á
kennslunni sjálfri. Munurinn á náttúrufræðikennslunni hér og í
ofangreindum nágrannalöndum vorum liggur meira í eðli kennsl-
unnar en magni hennar. Eðlismunurinn er þessi: