Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 36
194 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN gera hér nokkra grein fyrir þeim mismun, sem er á þessum hag- nýtu vísindum og þeim, sem nefnd eru hrein. Hrein vísindi (basic science) liafa ekki annað markmið en það að afla þekkingar, safna reynslu og staðreyndum, án tillits til þess, hvort þekkingin eða reynslan kemur að nokkru gagni eða ekki. Vísindamaðurinn snýr sér að verkefnunum, eins og þau berast að honum í rás rannsóknanna og lendir oft út á allt öðrum brautum en hann býst við í upphafi. Þegar eitt viðfangsefni tekur að skýrast, blasa oftast önnur við, sem einnig krefjast úrlausnar, nýrrar vinnu, nýrra rannsókna. Þetta er sú eðlilega rás allra vísindarannsókna, sem hafa aðeins öflun þekkingar að markmiði. Er óhjákvæmilegt, að stór hópur vísindamanna starfi á þennan hátt, ótruflaðir af hagnýtum sjónarmiðum. Hagnýt vísindi (applied science) einkennast af því, að verkefn- in eru valin með tilliti til einhverra ákveðinna nota. Setja þarf saman efni, þannig að það hafi ákveðna eiginleika eða fullnægi vissum skilyrðum, t. d. lyf, sem drepur vissar sóttkveikjur, en skað- ar ekki líkamann. Rækta þarf jurta- og dýrategundir undir nýjum kringumstæðum eða jafnvel breyta þeim, svo að þær gefi meiri arð. Eða finna þarf sem orkumesta og sem léttasta eldsneytisblöndu, svo að unnt sé að skjóta elclflaug til tunglsins. Vísindamaðurinn fær hér ákveðin, afmörkuð verkefni og vinnur að þeim, að mestu leyti eftir fyrirfram gerðri áætlun. Þegar svarið er fengið, er liann sennilega látinn snúa sér að öðru verkefni, án tillits til þess, hvort það er nokkuð skylt því fyrra eða ekki. Skiljanlega eru hin hreinu náttúruvísindi og vísindarannsóknir undirstaða hinna hagnýtu. Þó er að sjálfsögðu mjög algengt, að hagnýtar vísindarannsóknir leiði hitt og annað í ljós, sem eykur þekkingu manna á hinum fræðilegu grundvallaratriðum. Nám í náttúrufrœðum. Skólar þeir, sem við taka af barnaskólunum, hafa víða verið kallaðir realskólar, þ. e. kenndir við það raunhæfa, eða raunvísind- in. Með þessu lieiti hafa þeir vísu feður réttilega viljað leggja áherzlu á það, að á þessu fræðslustigi bæri að uppfræða ungling- ana um það raunhæfa, þ. e. um náttúrulega hluti. Realskólar hafa á íslenzku hlotið nafnið gagnfræðaskólar og realeksamen verið nefnt gagnfræðapróf. Þessi þýðing er villandi, þar sem orðið gagnfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.