Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 48
206
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
firði. Alls fann Páll þrennar samlokur og voru einar þeina með
lifandi dýri; en því miður hafði hann engan þann vökva með sér,
er hann gæti varðveitt dýrið í. Hin eintökin 2 voru það fersk, að
ekki hefur verið liðið nema stutt frá dauða dýrsins. Með fundi
þessum er því fullsannað, að sandskelin lifir hér við land.
Stærsta eintakið, er ég fékk í hendur, var með 34 mm langar og
20 nnn breiðar skeljar; á hinum eintökunum mældust skeljarnar
24,4 X 15 mm og 17 X 10 mm-
Sandskelin telst til smyrslingsættarinnar (Myidae); en sú ætt átti
aðeins einn fulltrúa áður hér við land; Smyrslinginn (Mya trun-
cata L.). í ætt. þessari gapa skeljarnar, aðallega að aftanverðu, og
eru út- og innstreymisopin (Siphon) alveg samvaxin og geta teygt
sig alllangt út úr skelinni; eru þau klædd utan móleitri og hrukk-
óttri húð. Hjörin eru tannlaus, en inntengslin (Cartilago) eru fest
á plötulaga iitskot, sem er á vinstri skel, og liggur lágur kjölur
eftir útskotinu á ská frá nefbroddinum. Möttulbugur er stór.
Sandskelinni hefur frá fyrstu tíð iðulega verið ruglað saman við
smyrslinginn eða réttara sagt saman við afbrigði af honum, sem
nefnt hefur verið: var. ovata Jensen. Bæði afbrigðið og sandskel-
in hafa ávalan afturenda (ekki stýfðan eins og venjulegur smyrsl-
ingur) og geta því oft orðið nákvæmlega eins að lögun. Það er
þess vegna alls ekki öruggt að greina tegundirnar sundur eftir lit
eða lögun skeljanna, heldur verður að fara eftir gerð nefsins og
tengslaplikunnar, svo og vídd möttulbugsins. A sandskelinni ligg-
ur kjölur tengslaplötunnar út yfir rönd hennar, svo að greinileg
tönn kemur í ljós á plötujaðrinum; auk þess er utanvert við ræt-
ur plötunnar lítil en greinileg hola inn í skeljarnefið. Bæði þessi
einkenni vantar smyrslinginn. Sé möttulbugur þessara tveggja teg-
unda borinn saman, er augljóst, að bugur sandskeljarinnar er
nokkru þrengri.
Lengi vel var því haldið fram að sandskelin lifði við Grænland,
Island, Svalbarða, í Karahafi og víðar í hinum svellkalda sæ norð-
ursins. En rannsóknir síðari ára hafa sannað, að öll eintök frá
nefndum slóðum, sem heimfærð liafa verið til sandskeljarinnar,
séu smyrslings-afbrigðið v. ovata. Það er því mjög örðugt að segja
um það með vissu, livar norðurtakmörk sandskeljarinnar eru í
raun og veru. Eftir beztu heimildum er ætlað, að útbreiðslan sé
nokkurn veginn sem hér segir: Við strendur Evrópu: frá Biskay-