Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 165 4. Eðli og ástand jónhvolfs. 5. Ástand sólar. 6. Geimgeislar. 7. Hnattstaða. 8. Jöklafræði. 9. Haffræði. 10. Athuganir með eldflaugum og gerfitunglum. 11. Jarðskjálftafræði. 12. hyngdarmælingar. RANNSÓKNARSTARF JARÐEÐLISFRÆÐIÁRSINS. Hér verður reynt að gefa í stuttu máli yfirlit yfir það helzta, sem unnið er að á Jarðeðlisfræðiárinu. Rannsóknarsvið Jarðeðlis- fræðiársins er svo margvíslegt, að einungis er unnt að nefna það, sem mestu máli skiptir í stuttri grein sem þessari. Veðurfrœði. Almennum veðurathugunarstöðvum, sem mæla lofthita, loft- raka, loftþrýsting, úrkomu, vind o. fl. við yfirborð jarðarinnar, var fjölgað mikið, einkum á Suðurskautslandinu, en einnig annars staðar, þar sem athuganir voru strjálar áður. Háloftaathugunar- stöðvum, sem mæla hita, raka, þrýsting og vind í gufuhvolfinu allt upp í 20—30 km hæð, var einnig fjölgað, og staðsetning nýrra stöðva ákveðin með það fyrir augum, að sem bezt heildarmynd feng- ist af helztu loftstraumum gufuhvolfsins. Þessu er náð með því að hafa sem flestar stöðvar í línu frá norðri til suðurs. Þrjár þannig línur liggja á milli póla jarðarinnar, ein í Ameríku, önnur í Evrópu og Afríku og sú þriðja í Austur-Asíu og Ástralíu. Ýmsar aðrar at- huganir, svo sem jónhvolfsathuganir og segulmælingar eru einnig bundnar við ofangreindar línur milli pólanna. Aðrar veðurfræðilegar athuganir á Jarðeðlisfræðiárinu eru t. d. mælingar á ozon (0?1) í gufuhvolfinu, einnig mælingar á kolsýru (COa) og ýmsum öðrum efnum, svo og mælingar á geislavirkni loftsins. Hér á landi eru fjórar veðurathugunarstöðvar, Keflavíkurflug- völlur, Galtarviti, Raufarhöfn og Hólar í Hornafirði, sem vanda almennar veðurathuganir sérstaklega vegna Jarðeðlisfræðiársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.