Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 165 4. Eðli og ástand jónhvolfs. 5. Ástand sólar. 6. Geimgeislar. 7. Hnattstaða. 8. Jöklafræði. 9. Haffræði. 10. Athuganir með eldflaugum og gerfitunglum. 11. Jarðskjálftafræði. 12. hyngdarmælingar. RANNSÓKNARSTARF JARÐEÐLISFRÆÐIÁRSINS. Hér verður reynt að gefa í stuttu máli yfirlit yfir það helzta, sem unnið er að á Jarðeðlisfræðiárinu. Rannsóknarsvið Jarðeðlis- fræðiársins er svo margvíslegt, að einungis er unnt að nefna það, sem mestu máli skiptir í stuttri grein sem þessari. Veðurfrœði. Almennum veðurathugunarstöðvum, sem mæla lofthita, loft- raka, loftþrýsting, úrkomu, vind o. fl. við yfirborð jarðarinnar, var fjölgað mikið, einkum á Suðurskautslandinu, en einnig annars staðar, þar sem athuganir voru strjálar áður. Háloftaathugunar- stöðvum, sem mæla hita, raka, þrýsting og vind í gufuhvolfinu allt upp í 20—30 km hæð, var einnig fjölgað, og staðsetning nýrra stöðva ákveðin með það fyrir augum, að sem bezt heildarmynd feng- ist af helztu loftstraumum gufuhvolfsins. Þessu er náð með því að hafa sem flestar stöðvar í línu frá norðri til suðurs. Þrjár þannig línur liggja á milli póla jarðarinnar, ein í Ameríku, önnur í Evrópu og Afríku og sú þriðja í Austur-Asíu og Ástralíu. Ýmsar aðrar at- huganir, svo sem jónhvolfsathuganir og segulmælingar eru einnig bundnar við ofangreindar línur milli pólanna. Aðrar veðurfræðilegar athuganir á Jarðeðlisfræðiárinu eru t. d. mælingar á ozon (0?1) í gufuhvolfinu, einnig mælingar á kolsýru (COa) og ýmsum öðrum efnum, svo og mælingar á geislavirkni loftsins. Hér á landi eru fjórar veðurathugunarstöðvar, Keflavíkurflug- völlur, Galtarviti, Raufarhöfn og Hólar í Hornafirði, sem vanda almennar veðurathuganir sérstaklega vegna Jarðeðlisfræðiársins.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.