Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 34
192
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Sigurður Pétursson:
Náttúrufræði og nútímaskólar
Það er háttur mannsins, þegar hann vill gera sér grein fyrir
hlutum, að hann gefur þeim nafn og skipar þeim í kerfi. Nafn-
giftir og kerfun á jurtunum og dýrunum er þekktasta dæmið um
þessa viðleitni. Nú er það svo með marga náttúrulega hluti, að
þeir láta ekki svo auðveldlega skipa sér í ákveðið kerfi, og reyn-
ist oft erfitt að finna þeim stað, svo að vel fari. Kemur þar fram
annars vegar sú sífella (continuity), sem víða ríkir í náttúrunni, og
hins vegar sú takmörkun mannshugans, að hugsa sér hlutina í af-
mörkuðum tegundum, flokkum og fylkingum.
En það er ekki aðeins nafngiftir og kerfun á hinum náttúrlegu
hlutum, sem oft eru dálítið á reiki, heldur eru nöfnin á sjálfum
fræðigreinunuin stundum ónákvæm. Á þetta ekki hvað sízt við um
orðin náttúrusaga, náttúrufræði, náttúrufræðingur og náttúruvís-
indi. Það er t. d. ekki venja að telja eðlisfræðing eða efnafræðing
til náttúrufræðinga og því síður lækni eða verkfræðing. Þó neitar
því enginn, að allir fást þessir sérfræðingar við náttúrulega hluti.
Hvað er náttúrufrœði?
Rétt er að gera sér þegar ljóst, hvað átt er við, þegar talað er
um náttúrufræði og náttúruvísindi. Eftir orðanna hljóðan eru það
fræðin eða vísindin um náttúruna sjálfa, þ. e. um hinn hlutræna
þátt tilverunnar, hina náttúrulegu hluti (rerum naturalis). Til þessa
hlutræna þáttar telzt allt það, sem er skynjanlegt skilningarvitum
vorum eða mælanlegt með þeim tækjum, er vér getum gert oss.
Þessi víðtæka merking er nú samt ekki almennt lögð í orðið nátt-
úrufræði og tæpast heldur í orðið náttúruvísindi. Aftur á móti er
algengt að leggja þessa merkingu í orðið raunvísindi, dregið af
raun í raunhæfur, real. Með raunhæfur er átt við það, sem reynt