Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 8
2
NÁTT ÚRU F RÆÐIN G U RIN N
Nú vitum við að í úrani og þóri er iólgin orka, sem hægt er að
hagnýta í kjarnorkuverum, og að orkuforði þessi er margfalt meiri
en allur sá orkuforði, sem fólginn er í kola- og olíubirgðum jarð-
arinnar. Enda þótt úran og þór séu engan veginn meðal hinna al-
gengari efna í jarðskorpunni, er líklegt að orkuforði þeirra geti
fullnægt orkuþörf mannkynsins mjög fengi, jafnvel um ófyrirsjá-
anlega framtíð. Þetta hindrar þó ekki að stöðugt er skyggnzt um
eftir nýjum leiðum til orkuvinnslu, leiðum, sem e. t. v. kunna
að reynast hentugri og iiagkvæmari en þær gömlu, þegar fram í
sækir.
Það hefur lengi verið vitað, að til eru tvær hugsanlegar leiðir til
þess að leysa úr læðingi orku þá, sem bundin er í atómkjörnunum.
Önnur er að kljúfa sundur þunga atómkjarna, eins og t. d. úran-
og þórkjarna, hin er að sameina létta atómkjarna, svo að þeir renni
saman og myndi þyngri kjarna. Þannig geta t. d. tveir kjarnar þungs
vetnis runnið saman og myndað helíumkjarna, en samfara sam-
runanum er mikil orkumyndun. Enda þótt í einum lítra af venju-
legu vatni séu aðeins 30 milligrömm af þungu vetni, þá er orkan,
sem í því er bundin, svo mikil, að það jafnast á við heila tunnu af
benzíni. Allt þungt vetni, sem finnst í öllum höfum heims, jafn-
gildir þannig orkuforða, sem er þúsund milljón sinnum meiri en
orkan, sem bundin er í öllum kola- og olíubirgðum jaiðar.
En það er ekki nóg að orkan fyrirfinnist, það þarl einnig að
finna ráð til þess að losa hana. Hvað benzínið snertir er þetta til-
tölulega auðvelt. Það þarf ekki annað en að blanda það lofti og hita
upp í nokkur hundruð gráður, þá kviknar í því. Til þess að „kveikja
í“ þunga vetninu, þ. e. a. s. til þess að koma af stað samruna vetn-
iskjarnanna, þarf aftur á móti að hita það upp í nokkur milljón
eða jafnvel nokkur hundruð milljón gráður, sem er meira en hit-
inn í miðju sólar. Svona hitastig fást þó við kjarnorkusprengingar,
og sé þungu vetni komið fyrir í venjulegri kjarnorkusprengju, get-
ur hitinn nægt til að „kveikja í“ því, en sprengingin breiðist þá á
svipstundu um allt vetnið, þar sem hitastigið hækkar enn meira
við samruna vetniskjarnanna. Slíkar vetnissprengjur geta' Adfið
hundruðum eða þúsundum sinnum sterkari en venjulegáT kj'ái'ri-
orkusprengjur, allt eftir því, hve mikið er í þeim af þúhgiil7ýétíj'i.
Vetnissprengjan hefur sýnt, svo ekki verður um vilb.tv'áð f va'frii
er að finna óþrjótandi orkulind, en aðferðum þeiriP/^Míí ttbtáðár