Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 16
10
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
auk þess er erfitt að koma í veg fyrir að eitthvað af ögnum plasm-
ans sleppi út að veggjum ílátsins, sem það er í, og kólni þar, en
aðrar ,,kaldar“ agnir komi frá veggnum og blandist plasmanu og
kæli það. Til þess að halda við plasma-ástandinu til lengdar þarf
því stöðuga upphitun. Æskilegast virðist að snögghita plasmað upp
í svo hátt hitastig að kjarnbreytingarnar geti tekið við og séð um
áframhaldandi upphitun. Þegar því stigi er náð er upphitunin ekki
lengur neitt vandamál, en þá ríður á að geta stjórnað hreyfingum
plasmans og varnað því að það rekist á veggi ílátsins.
Tœki til plasmarannsókna.
Enda þótt plasmarannsóknirnar séu mjög nýjar af nálinni, hefur
þó verið smíðaður fjöldi rannsóknatækja á þessu sviði. Upplýsing-
ar um mörg af þessum tækjum voru fyrst birtar síðastliðið haust
á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um friðsamlega hagnýtingu kjarn-
orkunnar, sem haldin var í Genf. Mörg af þessum tækjum voru
þar til sýnis, eða líkön af þeim. Hér verður ekki reynt að lýsa öll-
um þessum margvíslegu tækjum, heldur aðeins drepið á helztu
gerðirnar.
7. mynd. Sterkur rafstraumur í þunnu gasi skapar um sig segulsvið, sem þrýstir
straumnum og gasinu saman í mjóan plasmaþráð.
Viðleitnin til þess að skapa mjög há hitastig hófst ekki fyrir al-
vöru fyrr en í byrjun þessa áratugs, og það er ekki fyrr en allra
síðustu árin, að nokkuð verulegt hefur orðið ágengt á þessu sviði.
Fyrstu tilraunirnar byggðust á því að senda mjög sterkan rafstraum
á milli tveggja skauta í gegnum þunnt gas. Straumurinn hitar loft-
ið og breytir því í plasma. En rafstraumurinn skapar einnig um
sig sterkt segulsvið, sem þrýstir plasmanu saman í mjóan þráð.
Við samþjöppunina eykst hitastig plasmans, en plasmaþráðurinn