Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11 8. mynd. Ljósmynd af plasmaþræði í hringlaga plasmahylki. er mjög óstöðugur og hættir til að rofna eða slást út í veggi íláts- ins. Auk þess eru endar hans í snertingu við rafskautin svo að hitatap er mikið til beggja enda. Til þess að koma í veg fyrir þetta hitatap, var gasið síðan haft í hringlaga hylki án rafskauta. Með því að koma hylkinu fyrir eins og vafningi á spennubreyti, má senda rafstraum hringinn í hylkinu án þess að hann þurfi að snerta nokkurn fastan hlut. Við það myndast plasmaþráður, sem svífur í lausu lofti innan í hylkinu, en hann er engu stöðugri en áður og getur aðeins haldizt í örstutta stund. Það má draga úr óstöðugleika þráðarins með segulsviði, sem hefur sömu stefnu og rafstraumurinn og er í gasinu áður en straumnum er hleypt á. Kraft- línur þessa segulsviðs verða samgrónar plasmanu og dragast saman þegar plasmaþráðuiinn mjókkar, en við það verður þráðurinn stinn- ari og rofnar síður. Hann verður þá heldur ekki eins mjór og hitn- ar því ekki eins mikið við samþjöppun og annars yrði. Ekki hefur þó ennþá tekizt að fá plasmaþráðinn fullkomlega stöðugan á þenn- an hátt, og hætt er við að erfitt reynist að ná mjög háu hitastigi með þessari aðferð, þar sem upphitun rafstraumsins þverr eftir því sem plasmað hitnar. Tæki af þessu tagi hafa verið byggð bæði í Bandaríkjunum, Bretlandi og Rússlandi. Einna þekktast er hið svokallaða Zeta-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.