Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 13 SPENNUBREYTIR TIL SEGULDELA TIL RAFSTRAUMSHITUNAR UPPHITUNAR skeður hér ekki með rafstraum nema að litlu leyti, og rafstraumur í plasmanu sjálfu er hér ekki virkur þáttur í því að þjappa því sam- an. Segulsviðið, sem heldur plasmanu frá veggjunum, er hér fram- leitt með því að senda rafstraum í gegnum þráð, sem undinn er um hylkið. í hylkinu er þungt vetnisgas, sem fyrst er hitað upp og breytt í plasnra með því að senda rafstraum í gegnum það. Aðal upphitun- in fer þó frarn á annan liátt: Á einum stað er þráðarspóla undin um hylkið, en í gegnurn hana er sendur riðstraumur. Straumur þessi skapar breytilegt segulsvið inni í hylkinu og dælir stöðugt orku til plasmans. Á þennan hátt ætti að mega halda plasmanu á háu hita- stigi í langan tíma. Nokkur tæki af þessu tagi hafa verið smíðuð, en jafnframt hafa konrið í ljós erfiðleikar, sem þurfti að yfirstíga, svo sem það, að loft losnaði úr veggjunr hylkisins og kældi plasmað, og einnig að segulsviðið hélt plasmanu ekki nægilega vel frá veggj- um hylkisins. Síðastliðið haust liafði liitastigið í tækjum þessum ekki ennþá náð miljón gráðum, en þeir, sem fást við smíði þeirra, telja sig þó komna yfir erfiðasta hjallann og gera sér jafnvel vonir um að ná yfir 100 milljón gráðu hita í tæki, sem byrjað var að smíða síðastliðinn vetur og verður væntanlega tilbúið á næsta ári. Plasma- liylkið er hér aðeins 20 cm. í þvermál og lengdin um 8 m. Hæsta hitastig, sem vitað var um s. 1. haust að framleitt hefði verið í nokkru tæki, var um 15 milljón gráður. Þetta met átti lítið og einfalt tæki, sem smíðað var í Los Alamos í Bandaríkjunum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.