Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 29

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 29
NÁTTÍJRUFRÆÐIN GURINN 23 áfanginn er sennilega fólginn í samdrætti milli negatífra jóna á veggnum og pósitífra jóna á halaendanum eða þráðum, sem ganga út úr honum. Hér er því um venjulega saltmyndun að ræða, og má aðskilja jónana á nýjan leik með efnafræðilegum aðferðum. Virðist sem bakteríuveggurinn sé að utanverðu þakinn „munstri" af negatífum jónum og að pósitífu jónarnir á halaendanum passi aðeins við sumt af því. Þannig festast kólíætur 2,4 og 6 ekki á sams konar „munstur" og kólíætur 3,5 og 7. Það er álitið, að sér- hæfni bakteríuætanna byggist á því, að minnsta kosti að nokkru leyti, að pósitífir jónar á halaendanum geta aðeins bundizt ákveðn- um hópum af negatífum jónum á yfirborði bakteríunnar. Kólí- bakteríur hafa til dæmis ekki jónahópa, sem geta bundizt halaend- anum á stafýlókokkaætum. Síðara skrefið, sem hefur það í för með sér, að bakteríuætan fest- ist endanlega á veggnum, er minna þekkt. Sennilega er um að ræða annars konar efnabinding en jónabinding. Surnar kólíætur virð- ast festast á þann hátt, að þræðir af eggjahvítuefnum vefjast ofan af halanum framanverðum og leggjast upp að bakteríuveggnum, þar sem þeir bindast sennilega á mörgum stöðum. Hvernig kemst nú bakteríuætan inn í gegnum bakteríuvegginn? Veggur bakteríanna er mjög traustur og miklu þykkri en frumu- hýðið, sem umlykur dýrafrumur. Veggur kólíbakteríunnar er gerð- ur úr tveimur lögum. Ytra lagið, sem er þykkra en hið innra, er gert úr samböndum fitu og eggjahvítuefna og er nokkuð sveigjan- legt. Innra lagið er hins vegar einkum gert úr einsykrungum og fituefnum og er miklu stinnara en ytra lagið. Ein hin merkasta uppgötvun, sem gerð hefur verið í veirufræði á síðari árum, leiddi í ljós, að kjarnasýra kólíætunnar fer inn í bakteríuna, en sex- strenda hylkið og halinn verða eftir á yfirborði hennar. Sú tilraun, sem sýndi þetta, var gerð árið 1952 af tveimur bandarískum vís- indamönnum, Hershey og Chase. Hún var gerð á þann hátt, að kjarnasýra bakteríunnar var merkt með geislavirkum fosfór-ísótóp og eggjahvítuefnin, sem hylkið og halinn eru gerð úr, voru merkt með geislavirkum brennisteins-ísótóp. Slík merking byggist á því, að kjarnasýrur innihalda ekki ögn af brennisteini og eggjahvítu- efnin ekki fosfór. Hershey og Chase blönduðu saman vökva með kólíbakteríum og kólíætum, sem voru merktar á þennan hátt, og létu svo líða nokkurn tíma til þess að veirurnar festust á bakteríun-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.