Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 30
24
NÁTTÍJRUFRÆÐINGURÍNN
3. mynd. P.S s aS
Skýring á tilraun Hershey P.S \ o P P
og Chase. 1. Kólíbaktería og w
kólíæta merkt með geisla- r p
virkum fosfór og brenni- <5hP.S
steini. 2. Kólíætan fest-
ist á bakteríuveggnum. 3. o
Kjarnasýran með geisla-
virka fosfórnum fer inn í l J W w w
bakteríuna, en hylkið verð- 1 2 3 4 5
ur eftir utan á veggnum.
4. Hylkið með geislavirka brennisteininum er rifið af bakteríuveggnum í hrað-
gengri lirærivél. 5. Nýjar kólíætur verða til inni í bakteríunni án tilhlutan
eggjahvítuefna hinnar sýkjancli kólíætu. (Luria).
um. Síðan var vökvinn hristur kröftuglega í liraðgengri hrærivél
og því næst skilinn í últraskilvindu við hraða, sem var nægilega
mikill til þess að bakteríur sykkju til botns, en ekki bakteríuæt-
ur. Kom þá í ljós, að mikill hluti geislavirka fosfórsins var í botn-
fallinu og mestallur geislavirki brennisteinninn í flotinu. Þessi
meðferð hafði þó mjög lítil áhrif á fjölgun kólíætanna. Bakteríurn-
ar leystust í sundur á eðlilegan hátt, og ut úr þeim komu veirur,
sem voru eðlilegar að gerð og fjölda. Nýju kólíæturnar innihéldu
mikið af geislavirka fosfórnum, en ekkert af geislavirkum brenni-
steini. Tilraun þessi sýndi, að kjarnasýra og eggjahvítuefni kólí-
ætanna skiljast að, eftir að þær festast á bakteríuveggnum. Eggja-
hvítuhylkið og halinn verða eftir utan á honum, en kjarnasýran
fer inn í bakteríuna. Það má rífa hylkið og halann af veggnum,
án þess að það hafi áhrif á fjölgun veiranna inni í bakteríunni,
sem kjarnasýran virðist annast að langmestu eða öllu leyti. Mikill
hluti af kjarnasýru móðurveiranna gengur í arf til hinna nýju
veira, en ekkert af eggjahvítuefnunum. Fjölmargar tilraunir, sem
síðar voru gerðar, hafa staðfest, að hlutverk eggjahvítuhylkisins og
halans er að festa veiruna á bakteríuveggnum, sem halinn borar
síðan gat á með einhverjum ráðum. Hylkið eða halinn eða hvort
tveggja „sprauta" svo kjarnasýrunni inn í gegnum vegginn. Þá
er hlutverki þeirra lokið, en kjarnasýran tekur til óspilltra mál-
anna að framleiða nýjar bakteríuætur. Það hafa verið gerðar til-
raunir með þetta fram og aftur. Til dæmis hafa menn blandað
saman kólíætum og brotum úr veggjum kólíbaktería og því næst