Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 25 skilið í skilvindu. Botnfallið innihélt eggjahvítuefni kólíætanna, auk veggjabrotanna, en flotið hafði að geyma kjarnasýru þeirra. Skýringin er sú, að veirurnar setjast á ytra borð veggjabrotanna og „sprauta“ kjarnasýrunni í gegnum þau og út í vökvann hinum meginn. Einnig má taka „vofur“ af kólíætum og blanda þeim sam- an við kólíbakteríur. Þær festast þá á bakteríuveggnum, en valda engri sýkingu né myndun nýrra kólíæta. Ef margar „vofur“ setjast á hverja bakteríu, valda þær því, að bakteríuveggurinn springur og frymið vellur út, líkt og þegar bakteríur leysast í sundur af völdum sýkingar. Halinn étur gat á vegginn, og ef bakteríuæt- urnar eru nógu margar, ézt veggurinn svo mjög í sundur, að hann springur. í halaendum sumra kólíæta hefur fundizt enzym, sem leysir í sundur þau efni, sem bakterínveggurinn er gerður úr. Hlutverk þessa enzyms er sennilega að éta gat á vegginn, sem kjarnasýran fer síðan inn í gegnum. Hvernig verða nú nýjar bakteríuætur til fyrir tilverknað kjarna- sýrunnar, sem komin er inn í bakteríuna? Enginn getur svarað þeirri spurningu með vissu, en menn hafa aflað sér margs konar upplýsinga um, hvaða hlutar bakteríuætanna verða til fyrst og hvert þeir eiga rót sína að rekja. Það hefur auðveldað þessar rann- sóknir, að kjarnasýrur kólíætanna og kólíbakteríanna eru nokkuð mismunandi að efnasamsetningu, þannig að með efnagreiningu er liægt að fylgjast með, hvernig hvorar tveggju breytast inni í bak- teríunni eftir sýkingu. Það hefur komið í ljós, að veirukjarnasýr- an byrjar að aukast skömmu eftir sýkingu, en kjarnasýra bakterí- unnar tekur að minnka. Tilraunir með kjarnasýrur, sem voru merktar með geislavirkum fosfór, hafa sýnt, að hinar nýju veirur, sem verða til inni í bakteríunni, innihalda allmikið af hinni upp- runalegu kjarnasýru bakteríunnar. Hún brotnar niður á óþekktan hátt fyrir tilverknað veirukjarnasýrunnar, og því næst er brotun- um raðað saman á nýjan leilc, þannig að veirukjarnasýra myndast. Mest af efniviðnum í kjarnasýru hinna nýju bakteríuæta kemur þó utan úr næringarvökvanum, eftir að sýkingin fer fram. Eggjahvítuefni hinna nýju bakteríuæta eiga að mestu leyti rót sína að rekja til efna í næringarvökvanum. Myndun þeirra hefst seinna en myndun kjarnasýrunnar. Enn nokkru seinna koma í ljós veiruhlutar og ófullgerðar veirur, svo sem halalausir bolir og síðan

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.