Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 29 Ingólfur Davíðsson: Ur heimi kaktusanna Kaktusar eru mjög einkennilegar stöngulsafaplöntur, fjölbreytt- ar að gerð og oft hinar fáránlegustu. Á flestum þeirra eru blöðin orðin að þyrnum, en stönglarnir annast hlutverk blaðanna. og vinna kolefni úr loftinu. Á stönglunum eru venjulega knippi af hárum, burstum eða þyrnum. Oft eru líka upphleypt rif, þykkildi eða vörtuhnúðar á stönglunum. Lögun stönglanna er mjög marg- vísleg. Þeir geta verið eins og súlur, greinóttir eða greinalausir. Sumir eru flatir, aðrir hnöttóttir eða hálfkúlulaga og líkjast sumir mjög ígulkerjum; aðrir strendir, nokkrir eins og uppsperrtir fingur, einstaka gráhærðir o. s. frv. Sumir hafa þykka húð, hár eða þétta, samanflækta þyrna til varnar útgufun. Einstaka bera blöð og til eru nær þyrnalausar tegundir. Margir bera stór og fögur blóm oft- ast trektlaga og alllöng, en stundum eins og breiðar skálar. Krónu- blöð oft mörg — og margir fræflar. Sagt hefur verið að raunar vanti lýsingarorð til að lýsa kaktus- um réttilega. Þeir hafa verið kallaðir ævintýralegir, fáránlegir, tröllslegir, steingerfingslegir, undursamlegir, dularfullir, og töfr- andi, hlægilegir og sérviskulegir. Hver sem kynnist kaktusum, hvort sem það er í stofuglugganum, gróðurhúsinu, kaktusgarði eða úti í viltri náttúrunni á grýttum hásléttum eða í klettóttu fjallagili, hann finnur fljótt að þeir eiga ekki sinn líka í gróðurríki veraldar. Til kaktusa telst fjöldi tegunda (sumir segja 1500 tegundir). Sumt eru smáar, þykkar jurtir, aðrar tegundir eru runnkenndar og sum- ar líkjast trjám eða súlum. Kaktusar eru hetjulegar plöntur, sem vekja virðingu, þar eð þær eru færar um að þola brennandi sólar- hita og þurrk á „takmörkum hins byggilega heims“. Úti í óbyggð- um Mexíkó og víðar verða kaktusarnir að þola steikjandi sólarhita langtímum saman og vatnið, sem er öllum lifandi frumum nauð- synlegt, fá þeir aðeins af skornum skammti. Kaktusar safna því litla vatni, sem þeir geta sogið í sig hina fáu regndaga ársins, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.