Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
31
brennandi sólargeislum og draga úr útgufun, auk þess að vera til
varnar.
Margir kaktusar bera mjög litfögur blóm, stór eða smá. Sitja
blómin venjulega einstök á rifjum eða vörtum og stundum á end-
um stönglanna. Þegar blómin springa út, verður mikil breyting á.
í 11 mánuði standa, heldur óhrjálegir, þyrnóttir kaktusklumpar á
þurrum, grýttum hásléttunum og í hamragiljum t. d. í Mexikó.
Svo kemur vorið og frá því í marz og fram á sumar þekjast kakt-
usarnir marglitu blómaskrúði og bera þá líklega skrautlegri liti
en flestar aðrar plöntur í víðri veröld. Sum kaktusblómin eru 12—
18 cm í þvermál og helmingi lengri en það. Mörg eru trektlaga,
önnur eins og víðar skálar. Blómblöðin eru fjölmörg og renna skar-
latsrauðir, purpurarauðir, gulir og hvítir litir saman í blómunum.
Inni í blómunum skarta fjöldamargir gulir fræflar; þrjú þúsund í
Sahuaró — risakaktusblómi. Blóm kaktusanna eru birtunæm. Sum
eru aðeins útsprungin fáeina klukkutíma, eða einn dag, en önnur
springa út á nóttunni og fylla eyðimerkurnóttina ilm sínum. Þann-
ig er því varið með ýmsar nætui'blómgandi blyskaktusa, Gereus-
tegundii'.
J. }. Thornber og F. Bonker hafa lýst næturblómgun kaktus-
anna þannig: „Þú verður að koma út í eyðimörkina í tunglskini,
þegar mjúkir skuggar leika um jörðina, ef þú vilt njóta hinnar
himnesku fegurðar þessarra undursamlegu blóma. Aðeins eina nótt
á ári opnast blóm Cereus-Greggi-kaktusins allt í einu og senda frá
sér þvílíkan sætan ilm, að umhverfið verður anganþrungið á margra
kílómetra svæði. Þegar skuggarnir fara að lengjast og aftanroðinn
tekur að dökkna, byrja blómin að opnast hvert á fætur öðru. Þau
eru alveg útsprungin svo sem klukkutíma síðar, maður getur bein-
línis séð blómin hreyfast og breiða úr sér. Þau virðast titra, ýtt
opnum af innra afli. Af blómunum leggur hinn ljúfasta ilm jafn-
skjótt og þau fara að springa út. Þúsundir Indíána og hvítra manna
streyma að til að líta hið undursamlega sjónarspil kaktusnætur-
innar, brúðkaup hundraða eða þúsunda hinna vaxhvítu blóma.
Um sólarupprás, eða a. m. k. árdegis næsta dag, taka hin goðfögru
blóm að lokast og eru venjulega alveg lokuð kl. 9—10 í heiðskíru
veðri.“
Útbreiðsla kaktusanna er merkileg. Frumheimkynni þeirra er
í Vesturheimi, einkum í Mexikó og suðvestanverðum Bandaríkj-