Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 41
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 35 usi og merja síðan með staf og kreista safaríkt stöngulholdið. Fæst þá bezti svaladrykkur, hress- andi og bragðgóður. Ferðamenn geta líka áttað sig og tekið stefn- una eftir þessum ágæta kaktusi, því að hann hallast ætíð til suð- vesturs og er talinn öruggur átta- viti. Sumir ígulkaktusar eru að hálfu sokknir í jörð, og stendur aðeins hálfkúla alsett löngum, hvössuxn þyrnum upp úr jörðu. Ein slík tegund er djöflakúlan (The Devils Pincushion) í Tex- as og Nýja-Suður Mexíkó. Má heita ófært sums staðar hennar vegna. Mexíkanar kalla þennan kaktus böðul hestanna (manco caballo), og segja hann gera marga klára að höltum aumingjum eða krypplingum. Þó er þetta smá- vaxið krýli, sem nær aðeins 20—30 cm upp úr jörðu. Önnur hættu- leg tegund er „Tyrkjahausinn" í Texas, búinn hættulegum, löng- um krókaþyrnum. Skyldur þessum tegundum er hinn frægi kaktus „Mescal Button" eða Peyote (Pellote), eins og fyrr var nefnt. Hafa Indíánar öldum saman etið þurrkað kaktusholdið til að komast í eins konar vímu eða leiðslu. Segjast Jreir fyrst sjá allt hið illa, sem þeir hafa framið, en síðan komi hið góða fram í hugskot þeirra í fögrum litaljóma. Til súlukaktusa (Cercus) teljast fjölmargar tegundir næsta breytilegar að stærð og útliti. Eru „vitringar óbyggðanna“, Sahu- aro-kaktusarnir, frægir fulltrúar þeirra. Þeir standa úti í eyðimörk- inni eins og risavaxnar súlur með greinum eða „örmum", 10—15 m á hæð. Utan á þessum miklu súlum skiptast á upphleypt langrif og skorur eða lægðir á milli eftir endilöngu. Eftir regn tútnar súlan út og sléttist. í langvarandi þurrki skreppur hún saman, rifin koma betur í ljós og nálgast hvert annað. Þeir safna vatni, þegar úrkoma er, en talið er að þeir geti síðan lifað í þrjú ár án vatns. Hinar gildu kaktussúlur hafa viðarkenndar „styrktarstengur“ í jörðu sér til stuðnings. Sahuaro-kaktusar vaxa hægt og eru 50 ár að ná 5 m

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.