Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 143 Húsavíkurkleif í Steingrímsfirði. Húsavíkurkleif í Steingrímsfirði er að mörgu leyti merki- leg í jarðfræðilegu tilliti. Þar finnast steingerðir trjábolir, þar er surtarbrandur og leirbrandur og þar finnast einnig ieir- járnsteinar með blaðförum innan í. Eg kom þarna sumarið 1936 og leit fljótlega á þessar merkilegu jai'ðmyndanir. Steingerður trjábolur úr Húsavíkurkleif, 10—11 cm í þvermál og 21 cm. á lengd. (Ljósm. Vignir). í gegnum kleifina fellur dálítið gil. Báðum megin við það eru blágrýtishamrar og skriður undir. I skriðunni að norðan- verðu fann eg allstóra mola af steingerðum trjábolum, eem höfðu losnað úr hamrinum ofan við skriðuna. Auðséð er, að framan úr hamrinurir er stöðugt að molna, en við það losnar vitanlega um steingervingana, og þeir falla með öðru grjóti niður í skriðuna. Nú þessi árin stendur einmitt svo á, að einn trjábolurinn, sem þarna hefir grafizt og geymst, er að losna. Þessu hagar þannig nú, að meðfram berginu á dálitlum kafla, einum metra eða svo, má greinilega sjá farið eftir tréð, þ. e. a. s. aðra hlið þess, og auk þess sér í endann á því, í átt með- fram berginu, þar sem enn er óhrunið. í sumar mældi eg gild- leika trésins eða öllu heldur vídd holunnar, og reyndist mér hún vera 25 cm í þvermál, og er hún nokkurn veginn reglulega kringlótt. GivSbr. Magnússon.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.