Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 50
158 náttúrufræðingurinN iiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimmiimiiiiMimimiiiiiiiiimiiimiimiiiiiiimimiiiiiiiiiliiiiiiiiiiilii á leið sinni lofttegund, sem hljóðið fer hraðar í gegnum heldur en andrúmsloftið. Hin er sú, að hann hitti fyrir sér hlýrra loft heldur en er í 35 km. hæð, þá vex hljóðhraðinn einnig. Áður var sú skýringin almennt efst á baugi, að í 50—60 km. hæð væri lítið annað en vetni í lofthjúpnum, en rannsóknir á norðurljósum benda til að svo sé ekki, heldur séu þar einmitt þyngri loftteg- undir eða frumeindir þeirra aðallega. Hin skýringin ryður sér nú meira til rúms, að uppi í loftinu í h. u. b. 40 km. hæð taki mjög að hlýna aftur og verði þegar jafn- hlýtt og við yfirborð jarðar í 40—50 km. hæð. Sumar hljóðmæl- ingar benda jafnvel til þess, að loftið geti verið 100—200 st. hlýtt í 50—60 km. hæð. Með því móti verður að ýmsu leyti auðskilið að loftið nái svo langt út frá jörðu, að loftsteinar verði glóandi í 150 km. hæð. Hugsanleg skýring á þ'ví, að loftið hlýni svo mjög, er ofar dregnr, er sú, að þar sé miklu meira af lofttegund þeirri, er ozon nefnist, heldur en í nánd við jörð. Ózon er súrefni með þremur frumeindum í hverri sameind, en í venjulegu súrefni eru aðeins tvær frumeindir tengdar saman. Ózon myndast þegar rafmagns- neisti hrekkur í gegnum rakt loft. Hann hefir sterka og einkenni- lega lykt, sem getur fundist í loftinu eftir þrumuveður. Einnig myndast ózon fyrir áhrif útfjólublárra geisla á súrefni. Nú er miklu meira af útfjólubláum geislum uppi í loftinu heldur en við jörð, enda er vissulega meira af ózon á fjöllum uppi og hátt í lofti heldur en á láglendi. Má ætla að við jörð sé um Vioo milljónustu af loftinu ozon, en í 35 km. hæð Vioo þúsundasti, eða 1000 sinn- um meira. Ózon-loftið ver því að of mikið af sterkum og skaðlegum út- fjólubláum geislum nái til jarðar. Þótt lítið sé af því hefir það þó mikla líffræðilega þýðingu. Það væri nú hugsanlegt, að ózon 1 háloftinu, 40—50 km. yfir jörðu, gæti tekið svo mikið hitamagn í sig frá útfjólubláum geislum sólarinnar, að það nægði til þess að verma loftið svo mikið, sem til þess þarf að breyta stefnu hljóðgeislans og beina honum aftur til jarðar. Sannanir liggja ekki fyrir, en að fullnaðarsvari er nú leitað af allmikilli elju, eink- um við loftrannsóknastofnunina í London undir forustu dr. Wipple. Eins og sakir standa telur hann sennilegast, að lofthjúpurinn sé í aðalatriðum þannig byggður: 1. Fyrst er veðrahjúpurinn frá jörð upp í 10—17 km. hæð. Þar fer hiti minnkandi um 6 st. til jafnaðar á hverjum km.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.