Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 54
162 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiimiimiiimiMiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiiiiiiimiiiimiiiniiiiiiiiimiiiiiiii hellu, sem verður allt að því þrír metrar á þykkt. Lofti verður hann þó að ná með stuttu millibili og í því skyni nagar hann gat á ísinn; hefir hver selur nokkur slík öndunarop til skiptanna. Til þess að veiða seli, er þannig hafa búið um sig, er notuð hin svo- nefnda „biðveiði", og er hún allmikið notuð af hinum frumstæð- ustu Eskimóum. Hvítabirnir eru stærstu veiðidýrin og hættulegust, ef þau koma að mönnum eða hundum óvörum, vegna þess að þau geta álitið að þar sé um seli að ræða og ráðist þess vegna á þá. Annars má þó telja einna auðveldast að veiða þá. Mörgum mun þykja það einkennilegt, sem Vilhjálmur segir, að hvítabirnir þekki ekki fisk sem æti. Nýjan fisk þurfi ekki að verja fyrir þeim. En úldinn fisk éti þeir af því að þeir muni ekki gera greinarmun á lyktinni af úldnum fiski og úldnu kjöti, En auðvelt er að venja þá á fisk, og í dýragörðum eru þeir mikið fóðraðir á fiski, vegna þess að hann er ódýrari en kjöt. Hér er drepið á þetta aðeins til þess að vekja eftirtekt á .vit- um Vilhjálms Stefánssonar. Þau eru hinn hollasti lestur jafnt ungum sem gömlum, jafnt fróðum sem ófróðum. Þau leiða athygl- ina að raunhæfum efnum, eru vel fallin til þess að skerpa athygli lesandans og eru þó jafnframt beinlínis skemmtilestur. •— Sala þeirra hér kvað ganga með einsdæmum vel og er það vel íarið. . Á. F. Flugfiskur í heimsókn við Noreg. Heimkynni flugfiskanna eru, eins og kunnugt er, í heitum höfum jarðarinnar. í höfum Norðurlanda hefir þeirra aldrei orð- ið vart, nema við Noreg, þangað hafa villzt þrír, einn núna fyrir fáum vikum. Hann veiddist í háf, með smá-makríl, innarlega í Oslófirðinum 18. ágúst síðastliðinn. Eigi er með öllu óhugsandi að hingað gætu slæðzt flugfiskar með Golfstraumnum, og mætti það sízt teljast meiri furða, út frá sjónarmiði náttúrunnar, en ítalir á vetrarvertíð á Selvogsbanka. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.