Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 163 liiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiniHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiinnmmmuiiiiii Um fæðu íslenzku rjúpunnar. Fæða íslenzku rjúpunnar (Lagopus mutus islandorum (Fa- ber)) hefir lítið verið rannsökuð. Norskur vísindamaður, Jens Holmboe, hefir að vísu rannsakað fæðu 10 rjúpna, sem skotnar voru í grennd við Akureyri í apríl 1923.*) En þar með er líka það helzta talið. Fróðleikur vor um þetta efni er því af mjög skorn- um skammti, en hins vegar væri mjög æskilegt, að hægt væri að afla sem yfirgripsmestra og gleggstra upplýsinga, bæði um þetta atriði og eins ýmislegt annað í sambandi við lifnaðarhætti rjúp- unnar, sem enn er lítt kunnugt. Rjúpan á öðrum fuglum fremur skilið óskipta athygli vora, í fyrsta lagi vegna nytsemi sinnar og í öðru lagi vegna þess, að hún er einn af þeim fáu landfuglum, sem yfirgefa ekki landið á haustin, en bjóða hinni óblíðu veðráttu íslenzka vetrarins byrginn. Eins og mörgum mun vera kunnugt er rjúpan jurtaæta. Hún er eini íslenzki fuglinn, sem lifir allan ársins hring eingöngu á gróðri landsins. Snjótittlingurinn og auðnutittlingurinn, sem á veturna lifa eingöngu eða nær eingöngu á jurtafæðu, sækjast t. d. mjög eftir skordýrum og lirfum þeirra á sumrin, jafnframt því sem þeir ala með þeim unga sína, meðan þeir eru ófleygir. Að vísu munu rjúpuungarnir á yngsta aldursskeiði nærast að nokkru leyti á skordýrum eða öðrum lægri dýrum, en það er hrein und- antekning, ef slík fæða finnst í sarpi eða maga fullorðinnar rjúpu. Eg hefi haft tækifæri til þess að athuga fæðu í sarpi og maga (fóarni) úr 23 íslenzkum rjúpum. Mér er það fyllilega ljóst, að þessi gögn geta ekki gefið fullnægjandi upplýsingar um fæðu rjúpunnar hér á landi. Til þess þyrfti að athuga miklu fleiri rjúp- ur frá ýmsum stöðum á landinu. Slíkar rannsóknir mundu vafa- laust leiða í ljós, að fæðan er eitthvað breytileg eftir landshlut- um. Ekki hefi eg heldur haft tækifæri til þess að athuga fæðu unganna á mismunandi aldursskeiði. Galli er það einnig, að rann- sóknir mínar ná ekki til allra mánaða ársins, svo breytingar á fæðunni eftir árstíðum verða ekki raktar sem skyldi. Þrátt fyrir 1) Holmboe, Jens: Hvad lirypen lever av i Norge. Bergens Museums Aarbok 1922—23. Naturvidensk. række nr. 5.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.