Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 55

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 163 liiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiniHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiinnmmmuiiiiii Um fæðu íslenzku rjúpunnar. Fæða íslenzku rjúpunnar (Lagopus mutus islandorum (Fa- ber)) hefir lítið verið rannsökuð. Norskur vísindamaður, Jens Holmboe, hefir að vísu rannsakað fæðu 10 rjúpna, sem skotnar voru í grennd við Akureyri í apríl 1923.*) En þar með er líka það helzta talið. Fróðleikur vor um þetta efni er því af mjög skorn- um skammti, en hins vegar væri mjög æskilegt, að hægt væri að afla sem yfirgripsmestra og gleggstra upplýsinga, bæði um þetta atriði og eins ýmislegt annað í sambandi við lifnaðarhætti rjúp- unnar, sem enn er lítt kunnugt. Rjúpan á öðrum fuglum fremur skilið óskipta athygli vora, í fyrsta lagi vegna nytsemi sinnar og í öðru lagi vegna þess, að hún er einn af þeim fáu landfuglum, sem yfirgefa ekki landið á haustin, en bjóða hinni óblíðu veðráttu íslenzka vetrarins byrginn. Eins og mörgum mun vera kunnugt er rjúpan jurtaæta. Hún er eini íslenzki fuglinn, sem lifir allan ársins hring eingöngu á gróðri landsins. Snjótittlingurinn og auðnutittlingurinn, sem á veturna lifa eingöngu eða nær eingöngu á jurtafæðu, sækjast t. d. mjög eftir skordýrum og lirfum þeirra á sumrin, jafnframt því sem þeir ala með þeim unga sína, meðan þeir eru ófleygir. Að vísu munu rjúpuungarnir á yngsta aldursskeiði nærast að nokkru leyti á skordýrum eða öðrum lægri dýrum, en það er hrein und- antekning, ef slík fæða finnst í sarpi eða maga fullorðinnar rjúpu. Eg hefi haft tækifæri til þess að athuga fæðu í sarpi og maga (fóarni) úr 23 íslenzkum rjúpum. Mér er það fyllilega ljóst, að þessi gögn geta ekki gefið fullnægjandi upplýsingar um fæðu rjúpunnar hér á landi. Til þess þyrfti að athuga miklu fleiri rjúp- ur frá ýmsum stöðum á landinu. Slíkar rannsóknir mundu vafa- laust leiða í ljós, að fæðan er eitthvað breytileg eftir landshlut- um. Ekki hefi eg heldur haft tækifæri til þess að athuga fæðu unganna á mismunandi aldursskeiði. Galli er það einnig, að rann- sóknir mínar ná ekki til allra mánaða ársins, svo breytingar á fæðunni eftir árstíðum verða ekki raktar sem skyldi. Þrátt fyrir 1) Holmboe, Jens: Hvad lirypen lever av i Norge. Bergens Museums Aarbok 1922—23. Naturvidensk. række nr. 5.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.