Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 72

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 72
180 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i ■ i i i i i i i : i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i í i i i i i i i i i i i u i i i i i i i ! i ■ i : i i i i i i i i i i i i i ! t i : i hafa fundizt þar 536 kímplöntur og nýir rótarsprotar, og þessar kímplöntur eru furðu sigursælar í samkeppninni við aðra barr- viði, er vaxa þar í sambýli við þá. Þess ber og að geta, að risa- furan er eitt hinna fáu barrtrjáa, er æxlast með rótarsprotum. Jarðfræðirannsóknir sýna oss, að plöntur þær er nú vaxa á jörðunni, hafa ekki vaxið þar frá örófi alda, og að útbreiðslu margra þeirra hefir verið ólíkt háttað á liðnum jarðöldum, þannig er það einnig með Sequoia-tegundirnar. Elztu tegundir, er vér þekkjum af þessari ættkvísl, uxu á miðöld jarðar. Síðar hafa aðrar tegundir komið fram, og alls þekkjast um 20 Sequoia-tegundir. Þegar fram liðu stundir, náðu þær mikilli útbreiðslu, og um eitt skeið uxu þær um mestan hluta jarðarinnar, frá Svalbarða suður til Tasmaníu, frá íslandi til Japan og um gjörvalla Norður-Amer- íku, og þar suður á bóginn allt suður í Chile. — Amerískt raf er að mestu harpix úr útdauðum Sequoia-stofnum. En blómaskeið ættkvíslarinnar stóð ekki íkjalengi, og brátt tók henni að hnigna. Hver tegundin af annari dó út, og útbreiðslu- svæðið varð stöðugt minna eftir því sem aldirnar liðu, en leif^r hinna dauðu tegunda finnast sem steingerfingar og eru þögul viÁ)' um gullöld þessarar ættkvíslar á löngu liðnum jarðöldum. I Yellowstone Park, þjóðgarðinum fræga, í Norður-Ameríku finnast stórir skógar steinrunninna Sequoia-stofna. Trén standa þar enn á rótum sínum, grafin í eldfjallaösku frá löngu liðnum gosum. Stofnarnir eru 2 til 3 metrar að þvermáli og allt að 10 metra háir. Smásjárrannsókn sýnir, að ekki er unnt að greina þessa stofna frá núlifandi tegundum. Innri gerð stöngulsins er hin sama . Sennilegt er, að Risafuran hafi borizt til Kaliforníu. Ef til vill hefir það verið á sama tíma og hinir fyrstu forfeður vorir í mannsmynd börðust við Mammúta, hellabirni og ullhærða nas- hyrninga. Flestar Sequoia-tegundirnar voru þá fallnar í valinn fyrir óvininum mikla, ísaldarjöklinum, sem stöðugt teygði hramma sína lengra og lengra suður á bóginn. Saga Sequoia-ættkvíslarinnar er hin sania og fjölda margra annara plantna og dýra. Tegundin verður til, hvenær eða hvernig, vitum vér ekki, hún breiðist út er stundir líða fram, eignast gull- öld, og breiðist þá út um mestan hluta jarðar. En svo byrjar hnignunarskeiðið. Útbreiðslusvæðið minnkar, svo að einungis eru smáblettir eftir við það er áður var, og blettir þessir eru aðskildir með geysifjarlægðum. Að lokum er einungis einn slíkur lítill blett-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.