Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 72

Náttúrufræðingurinn - 1937, Blaðsíða 72
180 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i ■ i i i i i i i : i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i í i i i i i i i i i i i u i i i i i i i ! i ■ i : i i i i i i i i i i i i i ! t i : i hafa fundizt þar 536 kímplöntur og nýir rótarsprotar, og þessar kímplöntur eru furðu sigursælar í samkeppninni við aðra barr- viði, er vaxa þar í sambýli við þá. Þess ber og að geta, að risa- furan er eitt hinna fáu barrtrjáa, er æxlast með rótarsprotum. Jarðfræðirannsóknir sýna oss, að plöntur þær er nú vaxa á jörðunni, hafa ekki vaxið þar frá örófi alda, og að útbreiðslu margra þeirra hefir verið ólíkt háttað á liðnum jarðöldum, þannig er það einnig með Sequoia-tegundirnar. Elztu tegundir, er vér þekkjum af þessari ættkvísl, uxu á miðöld jarðar. Síðar hafa aðrar tegundir komið fram, og alls þekkjast um 20 Sequoia-tegundir. Þegar fram liðu stundir, náðu þær mikilli útbreiðslu, og um eitt skeið uxu þær um mestan hluta jarðarinnar, frá Svalbarða suður til Tasmaníu, frá íslandi til Japan og um gjörvalla Norður-Amer- íku, og þar suður á bóginn allt suður í Chile. — Amerískt raf er að mestu harpix úr útdauðum Sequoia-stofnum. En blómaskeið ættkvíslarinnar stóð ekki íkjalengi, og brátt tók henni að hnigna. Hver tegundin af annari dó út, og útbreiðslu- svæðið varð stöðugt minna eftir því sem aldirnar liðu, en leif^r hinna dauðu tegunda finnast sem steingerfingar og eru þögul viÁ)' um gullöld þessarar ættkvíslar á löngu liðnum jarðöldum. I Yellowstone Park, þjóðgarðinum fræga, í Norður-Ameríku finnast stórir skógar steinrunninna Sequoia-stofna. Trén standa þar enn á rótum sínum, grafin í eldfjallaösku frá löngu liðnum gosum. Stofnarnir eru 2 til 3 metrar að þvermáli og allt að 10 metra háir. Smásjárrannsókn sýnir, að ekki er unnt að greina þessa stofna frá núlifandi tegundum. Innri gerð stöngulsins er hin sama . Sennilegt er, að Risafuran hafi borizt til Kaliforníu. Ef til vill hefir það verið á sama tíma og hinir fyrstu forfeður vorir í mannsmynd börðust við Mammúta, hellabirni og ullhærða nas- hyrninga. Flestar Sequoia-tegundirnar voru þá fallnar í valinn fyrir óvininum mikla, ísaldarjöklinum, sem stöðugt teygði hramma sína lengra og lengra suður á bóginn. Saga Sequoia-ættkvíslarinnar er hin sania og fjölda margra annara plantna og dýra. Tegundin verður til, hvenær eða hvernig, vitum vér ekki, hún breiðist út er stundir líða fram, eignast gull- öld, og breiðist þá út um mestan hluta jarðar. En svo byrjar hnignunarskeiðið. Útbreiðslusvæðið minnkar, svo að einungis eru smáblettir eftir við það er áður var, og blettir þessir eru aðskildir með geysifjarlægðum. Að lokum er einungis einn slíkur lítill blett-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.