Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 7
Breiðavík á Tjörnesi. Um íslenzk dýr og jurtir frá jökultíma. Eftir Jóhannes Áskelsson. Síðan dr. Helgi Péturss benti fyrstur allra á, að yngstu lög basaltmyndunarinnar íslenzku væru pleistocen að aldri, en ekki tertiær, eins og áður var álitið, hafa smátt og smátt bætzt við ýmsar mikilsverðar athuganir, er allar hníga í þá sömu átt, að ísaldarskeið landsins hafi verið fleiri en eitt, og að veðurfars- breytingarnar hafi orðið verulega miklar. Nú er svo komið, að engin fjarstæða virðist að vona, að bráðum muni heppnast að rekja samræmið milli hinna íslenzku veðurfarsbreytinga á pleis- tocen og þeirra, sem þekkjast frá öðrum pleistocenum jarðlögum jarðar, einkum þó frá Mið- og Norðurevrópu. Millilög þessa pleistocenu basaltlaga eru margskonar að gerð og myndun. En þau, sem hér verða gerð að umtalsefni, og enn sem komið er hafa veitt beztar upplýsingar um veðurfarsbreyt- ingarnar, eru tvennskonar: Sjávarmyndanir, leirsteinn og sand- steinn, sem myndazt hafa í sjó og geyma leyfar þeirra sjávardýra, sem lifað hafa þá við strendur landsins; og ferskvatnsmyndanir, oinnig leirsteinn og sandsteinn, sem hlaðizt hafa upp á botni ís- lenzkra stöðuvatna á jökultíma. I þessum ferskvatnsmyndunum 1

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.